Danski tvíburinn sló óvænt í gegn fyrir myrkur Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 07:30 Nicolai Højgaard glaðbeitur á Augusta-vellinum í Georgíu í gær. Getty/Jamie Squire Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Scottie Scheffler eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta hring á Masters-mótinu í golfi. Ekki náðu allir að ljúka hringnum í gær og þar á meðal er Daninn Nicolai Höjgaard sem er í 3. sæti á sínu fyrsta Masters-móti. DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
DeChambeau lék á -7 höggum í gær og Scheffler, efsti maður heimslistans, er aðeins höggi á eftir honum eftir eintóma fugla og pör í gær. Stöðuna má sjá hér. Hinn 23 ára Höjgaard vakti hins vegar ekki síður athygli en hann er einn í 3. sætinu á -5 höggum og á eftir þrjár holur á fyrsta hring. Upphaf keppni í gær frestaðist nefnilega vegna úrhellis og Höjgaard, Max Homa, Tiger Woods og fleiri náðu ekki alveg að ljúka hringnum vegna myrkurs. Þeir þurfa því að klára hringinn snemma í dag og spila svo einnig annan hring, og spurning hvernig Woods höndlar það álag en hann segist finna fyrir verkjum daglega, eftir tíð meiðsli síðustu ár. Woods er á -1 höggi eftir sautján holur. Vippaði tvisvar ofan í Hinn danski Höjgaard sýndi snilldartakta á 7. og 12. holu þegar hann vippaði boltanum ofan í og var vel fagnað. After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo— The Masters (@TheMasters) April 11, 2024 Höjgaard vakti fyrst athygli þegar hann varð Evrópumeistari áhugamanna árið 2018, sem skilaði honum inn á hans fyrsta risamót, The Open 2018. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar en varð atvinnumaður 2019. Hann hefur unnið þrjá sigra á mótum á Evrópumótaröðinni og tekið þátt í alls fimm risamótum, en besti árangur hans á þeim hingað til var 23. sæti á The Open í fyrra. Tvíburabróðir Höjgaard, Rasmus, er einnig kylfingur og spilar á Evrópumótaröðinni, og árið 2021 urðu þeir fyrstu bræðurnir til að vinna mót með viku millibili á mótaröðinni. Nicolai Höjgaard er í 38. sæti heimslistans en Rasmus bróðir hans í 81. sæti. Masters-mótið heldur áfram í dag og bein útsending hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport 4. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira