„Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 16:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði Grindavíkur sem hefur leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Sigurjón Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu hefja leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld og eiga heimaleik. Þetta er samt öðruvísi heimaleikur en þeir eru vanir í úrslitakeppni því leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaganum. Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira
Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira