Lífið

Fögur í­búð knattspyrnukappa til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kári hefur komið sér vel fyrir í Urriðaholtinu ásamt börnum sínum.
Kári hefur komið sér vel fyrir í Urriðaholtinu ásamt börnum sínum.

Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

Kári hefur starfað sem þjálfari hjá Breiðablik undanfarin ár og auk þess verið flugumferðarstjóri. Kári var fyrirliði liðsins í Kópavogsdal þegar liðið var bikarmeistari árið 2009.

Aukin lofthæð er í íbúðinni sem skiptist í bjart og flæðandi alrými, sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Úr alrými er ýtgengt á yfirbyggðar svalir í Suður.

Kári er bersýnilega mikill fagurkeri þar sem hann hefur innréttað íbúðina á mínímalíkan máta þar sem fagurfræði ræður ríkjum.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.