Fótbolti

Arteta: Þú gerir mis­tök og þér er refsað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arteta í leik kvöldsins.
Arteta í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Leikurinn var kaflaskiptur, við byrjuðum vel og vorum með öll völd á vellinum. Gáfum ekki tommu eftir, skoruðum gott mark og svo var augnablik þar sem Ben White komst fram fyrir Manuel Neuer. Ef við hefðum komist í 2-0 hefði þetta verið allt annar leikur.“

Gestirnir frá Þýskalandi svöruðu hins vegar með tveimur mörkum.

„Þeir skoruðu og það skapaði ákveðna óvissu, seinna markið var síðan ekki eitthvað sem við erum vanir. En þetta er Meistaradeildin, þú gerir mistök og þér er refsað.“

„Við gáfum þeim of mikið svæði til að hlaupa í, þeir voru mjög hættulegir en meira að segja 2-1 undir reyndum við að halda dampi, vera ekki að flýta okkur og skiptingarnar höfðu tilætluð áhrif á leikinn.“

„Við getum gert einföldu hlutina betur,“ sagði Arteta áður en hann tjáði sig um vítaspyrnuna sem flest stuðningsfólk Arsenal vildi fá undir lok leiks.

„Dómararnir skoðuðu atvikið og ákváðu að það væri ekki vítaspyrna.“

„Ég hef fulla trú á að við getum farið til Þýskalands og unnið þá. Við verðum að undirbúa okkur vel,“ sagði Arteta að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×