„Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:05 Karólína Lea kom að marki Íslands með góðri aukaspyrnu út á velli. Christof Koepsel/Getty Images „Frammistaðan var fín, við gáfum allt í leikinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um frammistöðu Íslands í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi ytra í undankeppni EM 2025. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira