Líst ekkert á blikuna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. apríl 2024 15:17 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent