Gagnrýnir landlækni harðlega og vill fá umboðsmann sjúklinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 15:57 Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og formaður Heilsuhags- hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu segir skorta á réttastöðu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi að stofna embætti umboðsmanns júklinga. Vísir Formaður hagsmunasamtaka í heilbrigðissþjónustu gagnrýnir Landlækni harðlega og segir embættið sitja beggja vegna borðs þegar grunur er um mistök í heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt sé að stofna embætti umboðsmanns sjúklinga. Þá telur hún ný lög um Landlækni draga úr réttarstöðu sjúklinga. Síðustu þrjú ár hefur athugasemdum og kvörtunum til Landlæknis um heilbrigðisþjónustu fjölgað um ríflega þriðjung. Nú eru þar fimm hundruð mál til umfjöllunar og það tekur allt að fjögur ár að fá niðurstöðu. úr þeim. Tilkynningum um alvarleg atvik hefur fjölgað lítillega á sama tímabili. Réttarstaða hafi versnað Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og formaður Heilsuhags- hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu segir skorta á réttarstöðu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Eftir að síðustu lög voru um Landlækni og lýðheilsu voru samþykkt í fyrra þá versnaði staða sjúklinga til muna. Í rauninni var rýmkað vald Landlæknis til að ákveða að skoða mál eða að vísa þeim hreinlega frá. Þá var kvörtunartími sjúklinga styttur úr tíu árum í fjögur. Það er slæmt því ef það kemur t.d. upp atvik í fæðingu geta afleiðingarnar komið í ljós löngu eftir þennan tímafrest,“ segir Málfríður. Hún gagnrýnir málsmeðferð Landlæknis „Ferlið allt of flókið. Okkur þætti eðlilegra að aðrir væru með þessi mál en embætti Landlæknis. Embættið er nú þegar að gefa út starfsleyfi til Heilbrigðisstofnana og hefur eftirlit með þeim. En þarf á sama tíma að gæta hagsmuna sjúklinga. Landlæknir er því báðum megin við borðið,“ segir Málfríður. Hún segir jafnframt að fólk hafi leitað til Heilsuhags vegna meðferðar Landlæknis á sínum málum. „Þeir sem hafa leitað til félagsins kvarta yfir að fá ekki upplýsingar um hvar mál eru stödd innan embættisins og vita ekki hvað verður. Fólk hefur ekki alltaf trú á því að það fái óháða niðurstöðu þaðan. Við erum lítið samfélag. Það þekkjast margir, það eru mikil tengsl innan heilbrigðiskerfisins. Þá stendur t.d. í siðareglum lækna að þeir skuli forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna þannig að það getur reynst þeim erfitt að gagnrýna aðra lækna. Þetta hefur áhrif á trúverðugleika landlæknis,“ segir Málfríður. Svifaseinar heilbrigðisstofnanir Þá telur Málfríður ekki nóg að gert þegar atvik koma upp á heilbrigðisstofnunum. . „Það er viss þöggunarmenning á heilbrigðisstofnunum og það verða of oft óeðlilegar tafir á málum. Fólk veit ekki hvernig það á að bera fram kvörtun og þarf að fara í gegnum frumskóg til læra á kerfið. Það á að leiðbeina sjúklingi ef hann vill tilkynna um atvik en því er víða ábótavant,“ segir hún. Hún segir sjúklinga hafa lent í vandræðum hafi þeir lagt fram kvörtun um heilbrigðisþjónustu. „Fólk sem hefur kvartað hefur lent í því að geta ekki leitað til heilbrigðisstofnunarinnar sem það hefur gert athugasemdir við. Viðmótið hefur breyst og traustið er farið. Við höfum þurft að aðstoða fólk við að fá þjónustu annars staðar jafnvel erlendis. Þá höfum við dæmi um að fólk hafi ekki lagt í að kvarta því það óttast viðbrögðin,“ segir Málfríður. Mistök af algeng Hún tölur að of oft verði mistök í heilbrigðisþjónustu. „Auðvitað eru allir að reyna að gera sitt besta. Kerfið okkar núna er hins vegar þannig að það er allt of mikill hraði. Við erum með mikla hátækni og mistökin eru ansi algeng. Oftast eru þau smávægileg en því miður verða alltaf alvarleg mistök. Það er jafnvel talað um að í tíu prósent tilvika verði einhvers konar mistök,“ segir hún. Umboðsmaður sjúklinga Málfríður segir nauðsynlegt að stofna nýtt embætti fyrir sjúklinga og auka um leið samráð við þá og hagsmunasamtök þeirra. „ Þær endurbætur sem þarf að ráðast strax í er að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem sái þá um rannsókn atvika sem koma upp og leiðbeindi fólki um kerfið. En þangað til það verður gert þá ráðlegg ég fólki sem þarf að koma málum sínum áfram að ráða sér lögmann,“ segir Málfríður að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Síðustu þrjú ár hefur athugasemdum og kvörtunum til Landlæknis um heilbrigðisþjónustu fjölgað um ríflega þriðjung. Nú eru þar fimm hundruð mál til umfjöllunar og það tekur allt að fjögur ár að fá niðurstöðu. úr þeim. Tilkynningum um alvarleg atvik hefur fjölgað lítillega á sama tímabili. Réttarstaða hafi versnað Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir og formaður Heilsuhags- hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu segir skorta á réttarstöðu sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Eftir að síðustu lög voru um Landlækni og lýðheilsu voru samþykkt í fyrra þá versnaði staða sjúklinga til muna. Í rauninni var rýmkað vald Landlæknis til að ákveða að skoða mál eða að vísa þeim hreinlega frá. Þá var kvörtunartími sjúklinga styttur úr tíu árum í fjögur. Það er slæmt því ef það kemur t.d. upp atvik í fæðingu geta afleiðingarnar komið í ljós löngu eftir þennan tímafrest,“ segir Málfríður. Hún gagnrýnir málsmeðferð Landlæknis „Ferlið allt of flókið. Okkur þætti eðlilegra að aðrir væru með þessi mál en embætti Landlæknis. Embættið er nú þegar að gefa út starfsleyfi til Heilbrigðisstofnana og hefur eftirlit með þeim. En þarf á sama tíma að gæta hagsmuna sjúklinga. Landlæknir er því báðum megin við borðið,“ segir Málfríður. Hún segir jafnframt að fólk hafi leitað til Heilsuhags vegna meðferðar Landlæknis á sínum málum. „Þeir sem hafa leitað til félagsins kvarta yfir að fá ekki upplýsingar um hvar mál eru stödd innan embættisins og vita ekki hvað verður. Fólk hefur ekki alltaf trú á því að það fái óháða niðurstöðu þaðan. Við erum lítið samfélag. Það þekkjast margir, það eru mikil tengsl innan heilbrigðiskerfisins. Þá stendur t.d. í siðareglum lækna að þeir skuli forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna þannig að það getur reynst þeim erfitt að gagnrýna aðra lækna. Þetta hefur áhrif á trúverðugleika landlæknis,“ segir Málfríður. Svifaseinar heilbrigðisstofnanir Þá telur Málfríður ekki nóg að gert þegar atvik koma upp á heilbrigðisstofnunum. . „Það er viss þöggunarmenning á heilbrigðisstofnunum og það verða of oft óeðlilegar tafir á málum. Fólk veit ekki hvernig það á að bera fram kvörtun og þarf að fara í gegnum frumskóg til læra á kerfið. Það á að leiðbeina sjúklingi ef hann vill tilkynna um atvik en því er víða ábótavant,“ segir hún. Hún segir sjúklinga hafa lent í vandræðum hafi þeir lagt fram kvörtun um heilbrigðisþjónustu. „Fólk sem hefur kvartað hefur lent í því að geta ekki leitað til heilbrigðisstofnunarinnar sem það hefur gert athugasemdir við. Viðmótið hefur breyst og traustið er farið. Við höfum þurft að aðstoða fólk við að fá þjónustu annars staðar jafnvel erlendis. Þá höfum við dæmi um að fólk hafi ekki lagt í að kvarta því það óttast viðbrögðin,“ segir Málfríður. Mistök af algeng Hún tölur að of oft verði mistök í heilbrigðisþjónustu. „Auðvitað eru allir að reyna að gera sitt besta. Kerfið okkar núna er hins vegar þannig að það er allt of mikill hraði. Við erum með mikla hátækni og mistökin eru ansi algeng. Oftast eru þau smávægileg en því miður verða alltaf alvarleg mistök. Það er jafnvel talað um að í tíu prósent tilvika verði einhvers konar mistök,“ segir hún. Umboðsmaður sjúklinga Málfríður segir nauðsynlegt að stofna nýtt embætti fyrir sjúklinga og auka um leið samráð við þá og hagsmunasamtök þeirra. „ Þær endurbætur sem þarf að ráðast strax í er að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem sái þá um rannsókn atvika sem koma upp og leiðbeindi fólki um kerfið. En þangað til það verður gert þá ráðlegg ég fólki sem þarf að koma málum sínum áfram að ráða sér lögmann,“ segir Málfríður að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira