Guðrún myndi gera allt fyrir Ísland: „Hentu mér í senterinn, ég er til“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 13:00 Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun Vísir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins er bjartsýn á gott gengi liðsins í stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM á Tivoli leikvanginum í Aachen á morgun. Guðrún hefur þurft að aðlaga sig að nýju hlutverki innan íslenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ísland. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira