Guðrún myndi gera allt fyrir Ísland: „Hentu mér í senterinn, ég er til“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 13:00 Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun Vísir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins er bjartsýn á gott gengi liðsins í stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM á Tivoli leikvanginum í Aachen á morgun. Guðrún hefur þurft að aðlaga sig að nýju hlutverki innan íslenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ísland. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira