Telja að Þórdís Kolbrún verði forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:16 Ólafur Arnarson (t.v.) og Ólafur Ísleifsson (t.h.) spá því að Sjálfstæðismenn haldi fjármálaráðuneytinu og fái forsætisráðuneytið líka. Bylgjan Fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna spá því að Sjálfstæðisflokkurinn taki við forsætisráðuneytinu. Þá telja þeir ólíklegt að formaður flokksins geri tilkall til forsætisráðherrastólsins og líklegra að varaformaðurinn setjist í það sæti. Staðan innan ríkisstjórnarinnar eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti framboð sitt til embættis forseta var rædd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Katrín tilkynnti framboð sitt á föstudag og gekk í gær á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins til að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Katrín mun áfram sitja sem forsætisráðherra, þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir framboð Katrínar ekki hafa komið á óvart enda hafi það legið lengi í loftinu. „Hún er fyrnasterkur leikandi á þessu leiksviði, um það er ekki að efast. Hún fetar þarna ótroðna slóð að vissu leyti, fer beint úr stjórnmálunum. Auðvitað hafa hér verið forsetar sem hafa átt sér stjórnmálalegan bakgrunn Ólafur Ragnar, Ásgeir Ásgeirsson,“ segir Ólafur og nefnir jafnframt dæmi frá Finnlandi, þar sem sitjandi ráðherrar hafa verið kjörnir til forseta. Ekki sannfærður að spilið gangi upp hjá Katrínu Nafni hans Arnarson segist lengi vel ekki hafa trúað því að Katrín færi í framboð, þó það hafi orðið nokkuð ljóst dagana áður en hún tilkynnti. Af hverju trúðirðu því ekki? „Mér finnst það ekki rétt af henni. Í fyrsta lagi þá situr hún sem forsætisráðherra í ríkisstjórn, sem segist vera úti í miðri á. Það er hver sáttahöndin á móti annarri í þessari ríkisstjórn. Það er allt í hund og kött í þessu stjórnarsamstarfi, bæði hvað varðar málefni og persónuleg samskipti. Hér er efnahagsástandið þannig að verðbólgan, það er hvergi nærri búið að ná tökum á henni. Það er hér viðvarandi hallarekstur. Það er engin sátt í orkumálum, í hælisleitendamálum, í stóru málaflokkunum, sem máli skipta,“ segir hann. Hann hafi miklar mætur á Katrínu og sigurstranglegur frambjóðandi í þessum forsetakosningunum. Staðan sé hins vegar sú að hún komi ekki af friðarstóli, úr ríkisstjórn sem sátt er um. „Hún kemur úr þrotabúi þessarar ríkisstjórnar og ætlast til þess að kjósendur avanseri hana upp í forsetaembættið og ég er ekki sannfærður um, þó hún sé sigurstranglegur frambjóðandi, að spilið gangi upp hjá henni.“ Telja ríkisstjórnina munu halda áfram Formenn ríkisstjórnarflokkanna kappkosta nú við það að reyna að ná saman. Ólafarnir furða sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki verið búin að tala sig saman um framhaldið áður en Katrín tilkynnti framboðið. Þá reka þeir upp stór augu að ríkisstjórnarflokkarnir skuli þurfa að tala sig saman um málefnagrundvöll nýrrar ríkisstjórnar, þegar þeir hafa starfað saman í sjö ár. Báðir eru þó sannfærðir um að þessi ríkisstjórn haldi áfram út kjörtímabilið í september 2025. „Ég á frekar von á því að því miður verði niðurstaðan að þessi ríkisstjórn, þessir flokkar muni sitja áfram og muni sitja allt þar til þeir verði að boða til kosninga í september á næsta ári. Við höfum horft á það nánast allt þetta kjörtímabil að það hefur verið ágreiningur, og mjög opinber ágreiningur og alvarlegur, um öll helstu mál sem ríkisstjórn þarf að snúast um,“ segir Ólafur Arnarson. Hver verður forsætisráðherra ef þetta heldur áfram? „Það er ómögulegt að segja. Margir spá því að það verði Sigurður Ingi, það verði málamiðlun að Framsóknarmaður fari í þetta. Mér finnst mjög líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn geri mjög ríka kröfu til þess að fá forsætisráðuneytið,“ bætir hann við. Þórdís Kolbrún líklegri en Bjarni Hann telur ólíklegt að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir embætti forsætisráðherra og telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins, líklegri kandídat. „Ég held að hún verði kandídat Sjálfstæðisflokksins. Ég held bara að Sjálfstæðisflokkurinn sé að horfa til næstu kosninga og ég held að Bjarni Benediktsson viti það, og aðrir Sjálfstæðismenn, að sennilega er vænlegra fyrir flokkinn að fara í þá kosningabaráttu undir forystu Þórdísar Kolbrúnar en Bjarna,“ segir Ólafur Arnarson. Spurningin sé nú hvort Sjálfstæðismenn fái að taka yfir forsætisráðuneytið og halda fjármálaráðuneytinu. Hann telur flokkinn ekki tilbúinn að gefa það síðarnefnda upp. „Ég held að þeir myndu frekar láta Sigurði Inga eftir forsætisráðuneytið og halda fjármálaráðuneytinu, enda er það langmesta þungavigtarráðuneytið í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn taki forsætisráðuneytið, haldi fjármálaráðuneytinu, því við sjáum að Framsókn er algjörlega vængbrotinn flokkur í dag.“ Framsókn hafi veikt tilkall Hann vísar til nýlegra skoðanakannana þar sem Framsóknarflokkurinn mælist með 7,3 prósenta fylgi. Flokkurinn myndi þannig fá fjóra þingmenn inn en hann er nú með þrettán. Vinstri grænir mælast með 5,6 prósent, það er þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn stendur best að vígi ríkisstjórnarflokkanna þriggja, með 18,2 prósenta fylgi. Flokkurinn fengi þannig tólf þingmenn ef gengið yrði til kosninga í dag. „Enginn þessara flokka telur það sér í hag að binda endi á þetta samstarf. Þess vegna eru menn að leggja sig fram um það, að því er sér verður svona tilsýndar, að leggja grundvöll að því að þetta samstarf geti haldið áfram,“ segir Ólafur Ísleifsson og tekur undir með nafna sínum að hvers konar óskir Framsóknar um að leiða ríkisstjórnina byggi á sandi. „Það hlýtur að vera þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi langsamlega sterkasta tilkallið til forsætisráðherraembættisins. Eitt er öruggt og það er að það verður ekki á höndum Vinstri grænna.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag. 8. apríl 2024 11:00 Reglubundnir þingflokksfundir á dagskrá klukkan 13 Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. 8. apríl 2024 08:45 Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. 7. apríl 2024 22:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Staðan innan ríkisstjórnarinnar eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti framboð sitt til embættis forseta var rædd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Katrín tilkynnti framboð sitt á föstudag og gekk í gær á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins til að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Katrín mun áfram sitja sem forsætisráðherra, þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir framboð Katrínar ekki hafa komið á óvart enda hafi það legið lengi í loftinu. „Hún er fyrnasterkur leikandi á þessu leiksviði, um það er ekki að efast. Hún fetar þarna ótroðna slóð að vissu leyti, fer beint úr stjórnmálunum. Auðvitað hafa hér verið forsetar sem hafa átt sér stjórnmálalegan bakgrunn Ólafur Ragnar, Ásgeir Ásgeirsson,“ segir Ólafur og nefnir jafnframt dæmi frá Finnlandi, þar sem sitjandi ráðherrar hafa verið kjörnir til forseta. Ekki sannfærður að spilið gangi upp hjá Katrínu Nafni hans Arnarson segist lengi vel ekki hafa trúað því að Katrín færi í framboð, þó það hafi orðið nokkuð ljóst dagana áður en hún tilkynnti. Af hverju trúðirðu því ekki? „Mér finnst það ekki rétt af henni. Í fyrsta lagi þá situr hún sem forsætisráðherra í ríkisstjórn, sem segist vera úti í miðri á. Það er hver sáttahöndin á móti annarri í þessari ríkisstjórn. Það er allt í hund og kött í þessu stjórnarsamstarfi, bæði hvað varðar málefni og persónuleg samskipti. Hér er efnahagsástandið þannig að verðbólgan, það er hvergi nærri búið að ná tökum á henni. Það er hér viðvarandi hallarekstur. Það er engin sátt í orkumálum, í hælisleitendamálum, í stóru málaflokkunum, sem máli skipta,“ segir hann. Hann hafi miklar mætur á Katrínu og sigurstranglegur frambjóðandi í þessum forsetakosningunum. Staðan sé hins vegar sú að hún komi ekki af friðarstóli, úr ríkisstjórn sem sátt er um. „Hún kemur úr þrotabúi þessarar ríkisstjórnar og ætlast til þess að kjósendur avanseri hana upp í forsetaembættið og ég er ekki sannfærður um, þó hún sé sigurstranglegur frambjóðandi, að spilið gangi upp hjá henni.“ Telja ríkisstjórnina munu halda áfram Formenn ríkisstjórnarflokkanna kappkosta nú við það að reyna að ná saman. Ólafarnir furða sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki verið búin að tala sig saman um framhaldið áður en Katrín tilkynnti framboðið. Þá reka þeir upp stór augu að ríkisstjórnarflokkarnir skuli þurfa að tala sig saman um málefnagrundvöll nýrrar ríkisstjórnar, þegar þeir hafa starfað saman í sjö ár. Báðir eru þó sannfærðir um að þessi ríkisstjórn haldi áfram út kjörtímabilið í september 2025. „Ég á frekar von á því að því miður verði niðurstaðan að þessi ríkisstjórn, þessir flokkar muni sitja áfram og muni sitja allt þar til þeir verði að boða til kosninga í september á næsta ári. Við höfum horft á það nánast allt þetta kjörtímabil að það hefur verið ágreiningur, og mjög opinber ágreiningur og alvarlegur, um öll helstu mál sem ríkisstjórn þarf að snúast um,“ segir Ólafur Arnarson. Hver verður forsætisráðherra ef þetta heldur áfram? „Það er ómögulegt að segja. Margir spá því að það verði Sigurður Ingi, það verði málamiðlun að Framsóknarmaður fari í þetta. Mér finnst mjög líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn geri mjög ríka kröfu til þess að fá forsætisráðuneytið,“ bætir hann við. Þórdís Kolbrún líklegri en Bjarni Hann telur ólíklegt að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir embætti forsætisráðherra og telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins, líklegri kandídat. „Ég held að hún verði kandídat Sjálfstæðisflokksins. Ég held bara að Sjálfstæðisflokkurinn sé að horfa til næstu kosninga og ég held að Bjarni Benediktsson viti það, og aðrir Sjálfstæðismenn, að sennilega er vænlegra fyrir flokkinn að fara í þá kosningabaráttu undir forystu Þórdísar Kolbrúnar en Bjarna,“ segir Ólafur Arnarson. Spurningin sé nú hvort Sjálfstæðismenn fái að taka yfir forsætisráðuneytið og halda fjármálaráðuneytinu. Hann telur flokkinn ekki tilbúinn að gefa það síðarnefnda upp. „Ég held að þeir myndu frekar láta Sigurði Inga eftir forsætisráðuneytið og halda fjármálaráðuneytinu, enda er það langmesta þungavigtarráðuneytið í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn taki forsætisráðuneytið, haldi fjármálaráðuneytinu, því við sjáum að Framsókn er algjörlega vængbrotinn flokkur í dag.“ Framsókn hafi veikt tilkall Hann vísar til nýlegra skoðanakannana þar sem Framsóknarflokkurinn mælist með 7,3 prósenta fylgi. Flokkurinn myndi þannig fá fjóra þingmenn inn en hann er nú með þrettán. Vinstri grænir mælast með 5,6 prósent, það er þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn stendur best að vígi ríkisstjórnarflokkanna þriggja, með 18,2 prósenta fylgi. Flokkurinn fengi þannig tólf þingmenn ef gengið yrði til kosninga í dag. „Enginn þessara flokka telur það sér í hag að binda endi á þetta samstarf. Þess vegna eru menn að leggja sig fram um það, að því er sér verður svona tilsýndar, að leggja grundvöll að því að þetta samstarf geti haldið áfram,“ segir Ólafur Ísleifsson og tekur undir með nafna sínum að hvers konar óskir Framsóknar um að leiða ríkisstjórnina byggi á sandi. „Það hlýtur að vera þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi langsamlega sterkasta tilkallið til forsætisráðherraembættisins. Eitt er öruggt og það er að það verður ekki á höndum Vinstri grænna.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag. 8. apríl 2024 11:00 Reglubundnir þingflokksfundir á dagskrá klukkan 13 Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. 8. apríl 2024 08:45 Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. 7. apríl 2024 22:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag. 8. apríl 2024 11:00
Reglubundnir þingflokksfundir á dagskrá klukkan 13 Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. 8. apríl 2024 08:45
Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. 7. apríl 2024 22:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent