Sameiginleg gildi með morðingjum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. apríl 2024 07:01 Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun