Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 17:01 Búið er að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík um klukkustund um helgar og misvel hefur verið tekið í það. Vísir/Samsett Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“ Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“
Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira