„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:28 Glódís Perla Viggósdóttir var stolt af frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. „Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn og langstærstan partinn af leiknum erum við með stjórnina. Þær fá eitt dauðafæri og ég held að það sé það eina sem þær eru með allan leikinn,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. „Við stígum svo bara upp eftir það og förum að halda enn betur í boltann og svo drepum við þetta bara á lokamínútunum í fyrri hálfleik.“ Íslenska liðið braut ísinn seint í fyrri hálfleik áður en annað markið leit dagsins ljós aðeins um mínútu síðar. Glódís fékk svo sjálf algjört dauðafæri til að skora þriðja markið á seinustu andartökum hálfleiksins, en lét verja frá sér. „Ég hefði alveg verið til í að skora. Það hafði alveg verið gaman. Ég veit ekki, ég hefði bara átt að skalla boltann niður eða eitthvað allt annað en bara beint á hana. Svona er þetta og ég er bara glöð að þetta var ekki mikilvægara augnablik.“ Hún segir þó að mörkin tvö í fyrri hálfleik hafi gefið liðinu mikið fyrir seinni hálfleik. „Það munar alveg miklu að vera í 2-0 í staðinn fyrir 1-0. En mér fannst við klára seinni hálfleikinn mjög fagmannlega. Við hleypum þeim ekki inn í leikinn og við vorum alveg viðbúnar því að við gætum þurft að verjast og að við myndum detta til baka. Það hefur alveg gerst í öðrum leikjum hjá okkur að við höfum lent í því. Eins og á móti Wales fyrir áramót þar sem við skorum og erum svo bara að verja forskotið.“ „En í dag þá klárum við þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður. Við höldum í boltann, erum rólegar og höldum áfram að skapa og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það er ákveðið skref fram á við fyrir okkur sem lið og klárlega eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ Þá segir hún einnig hafa verið gaman að sjá að þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið komið með örugga forystu þá tóku stelpurnar fótinn aldrei af bensíngjöfinni. „Það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt af því að við erum að spila við þannig lið að ef maður gefur þeim einn putta þá taka þær alla hendina. Þannig að ég er gríðarlega ánægð með þða hvernig við fórum inn í seinni hálfleikinn og það hefði alveg verið létt fyrir okkur að leggjast bara niður og fara að verja markið okkar, en í staðinn stígum við upp og erum hugrakkar og þær fara að þreytast mikið. Það er það sem við viljum gera því þegar þær vinna boltann þá hafa þær ekki orku í að fara í skyndisóknir og við náðum því í dag.“ Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir fengu það verðuga verkefni að glíma við skærustu stjörnu Polverja, framherjann Ewu Pajor og gerðu það með glæsibrag. „Við Ingibjörg vorum alltaf með auga á henni. Hún fær kannski tvö færi í fyrri hálfleik sem hún hefði getað skorað úr. En fyrir utan það fannst mér við alveg með þetta. Mér fannst Ingibjörg standa sig ógeðslega vel á móti henni. Hún vann öll einvígi á móti henni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn og langstærstan partinn af leiknum erum við með stjórnina. Þær fá eitt dauðafæri og ég held að það sé það eina sem þær eru með allan leikinn,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. „Við stígum svo bara upp eftir það og förum að halda enn betur í boltann og svo drepum við þetta bara á lokamínútunum í fyrri hálfleik.“ Íslenska liðið braut ísinn seint í fyrri hálfleik áður en annað markið leit dagsins ljós aðeins um mínútu síðar. Glódís fékk svo sjálf algjört dauðafæri til að skora þriðja markið á seinustu andartökum hálfleiksins, en lét verja frá sér. „Ég hefði alveg verið til í að skora. Það hafði alveg verið gaman. Ég veit ekki, ég hefði bara átt að skalla boltann niður eða eitthvað allt annað en bara beint á hana. Svona er þetta og ég er bara glöð að þetta var ekki mikilvægara augnablik.“ Hún segir þó að mörkin tvö í fyrri hálfleik hafi gefið liðinu mikið fyrir seinni hálfleik. „Það munar alveg miklu að vera í 2-0 í staðinn fyrir 1-0. En mér fannst við klára seinni hálfleikinn mjög fagmannlega. Við hleypum þeim ekki inn í leikinn og við vorum alveg viðbúnar því að við gætum þurft að verjast og að við myndum detta til baka. Það hefur alveg gerst í öðrum leikjum hjá okkur að við höfum lent í því. Eins og á móti Wales fyrir áramót þar sem við skorum og erum svo bara að verja forskotið.“ „En í dag þá klárum við þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður. Við höldum í boltann, erum rólegar og höldum áfram að skapa og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það er ákveðið skref fram á við fyrir okkur sem lið og klárlega eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ Þá segir hún einnig hafa verið gaman að sjá að þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið komið með örugga forystu þá tóku stelpurnar fótinn aldrei af bensíngjöfinni. „Það er eitthvað sem er gríðarlega mikilvægt af því að við erum að spila við þannig lið að ef maður gefur þeim einn putta þá taka þær alla hendina. Þannig að ég er gríðarlega ánægð með þða hvernig við fórum inn í seinni hálfleikinn og það hefði alveg verið létt fyrir okkur að leggjast bara niður og fara að verja markið okkar, en í staðinn stígum við upp og erum hugrakkar og þær fara að þreytast mikið. Það er það sem við viljum gera því þegar þær vinna boltann þá hafa þær ekki orku í að fara í skyndisóknir og við náðum því í dag.“ Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir fengu það verðuga verkefni að glíma við skærustu stjörnu Polverja, framherjann Ewu Pajor og gerðu það með glæsibrag. „Við Ingibjörg vorum alltaf með auga á henni. Hún fær kannski tvö færi í fyrri hálfleik sem hún hefði getað skorað úr. En fyrir utan það fannst mér við alveg með þetta. Mér fannst Ingibjörg standa sig ógeðslega vel á móti henni. Hún vann öll einvígi á móti henni þannig þetta var bara geggjað,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti