„Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 11:22 Davíð er ekki mikið í að láta raunveruleikann trufla sig þegar hann bregður pennanum á loft í Morgunblaði sínu. Guðjón hefur aldrei heyrt þennan titil áður nefndan á bók sína. vísir/samsett Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira