Uppselt í dag þó leikið sé snemma: „Ekki leiktíminn sem ég myndi velja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið á Kópavogsvelli, þar sem Ísland mætir Póllandi í dag. vísir/Hulda Margrét „Þetta er ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Póllandi á Kópavogsvelli í dag, í fyrsta leik í undankeppni EM. Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira