Man United neitar að læra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 14:31 Hvenær ætla leikmenn Man United að læra sína lexíu? EPA-EFE/NEIL HALL Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili. Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira
Það er mýta innan knattspyrnunnar að lið séu hvað brothættust stuttu eftir að þau skora. Man United er hins vegar hvað brothættast eftir að andstæðingurinn skorar. Segja má að þetta þema hafi byrjað á undirbúningstímabilinu. Þar skoraði Donyell Malen tvívegis á aðeins tveimur mínútum þegar Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Man United. Síðan þá hefur þetta verið sagan endalausa. Man United heimsótti Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Rauðu djöflarnir héldu að þeir hefðu unnið leikinn í blálokin. Mark Alejandro Garnacho var hins vegar dæmt af og Declan Rice skoraði að því virtist sigurmarkið á 96. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar skoraði Gabriel Jesus svo þriðja mark Arsenal. Hér má ef til vill fyrirgefa mark Jesus þar sem Rauðu djöflarnir voru í leit að jöfnunarmarki. Það var þó ekki sagan þegar Bournemouth heimsótti Old Trafford þann 9. desember. Gestirnir komust yfir snemma leiks og Philip Billing tvöfaldaði forystuna. Fimm mínútum síðar var staðan svo orðin 0-3. Reyndust það lokatölur leiksins. Þann 23. desember tapaði liðið svo 2-0 á útivelli gegn West Ham United. Mörkin skoruðu Jarrod Bowen á 73. mínútu og Mohammed Kudus fimm mínútum síðar. Þó Man United hafi unnið dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í næstu umferð þá skoruðu gestirnir samt tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik. Rauðu djöflarnir skoruðu hins vegar þrjú í seinni hálfleik og sluppu fyrir horn. Sama má segja um ótrúlegan 4-3 sigur liðsins á Liverpool í ensku bikarkeppninni en þar skoruðu gestirnir frá Bítlaborginni á 44. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Breytti það stöðunni úr 1-0 í 1-2. Í gær fimmtudag það svo Cole Palmer sem skoraði tvívegis – á 100. og 111. mínútu – og tryggði Chelsea sigur. Jafnframt má segja að þessi árátta Man United að fá á sig tvö mörk með stuttu millibili hafi kostað liðið áframhaldandi þátttöku í Evrópu. Bayern München skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik þegar liðið lagði Rauðu djöflana 4-3 í München. FC Kaupmannahöfn skoraði tvívegis tvö mörk með stuttu millibili í leik sem fór einnig 4-3. Mörkin komu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Síðari tvö mörkin komu svo á 83. og 87. mínútu. Alls er um níu leiki að ræða þar sem Man United hefur fengið á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla. Skiptin eru þó tíu þar sem FKC tókst að gera það tvívegis í einum og sama leiknum. Næsti leikur Manchester United er á sunnudag þegar liðið fær Liverpool í heimsókn. Gestirnir láta sig dreyma um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man United þarf kraftaverk allra kraftaverka til að ná Meistaradeildarsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira