Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2024 07:06 Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marels í haust. JBT hyggst leggja fram yfirtökutilboð í maí 2024 og er vonast til að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að samkomulagið, sem samþykkt hafi verið af stjórnum beggja félaga, feli í sér helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs og sé rammi um réttindi og skyldur beggja félaga sem varði stjórnarhætti og samfélagslega þætti í sameinuðu félagi. Marel greindi frá því í nóvember að JBT hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu og hafa viðræður staðið síðan. Evrópsku höfuðstöðvarnar í Garðabæ Fram kemur að sameinað félag muni heita JBT Marel Corporation og muni félagið starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ á Íslandi. Sameinað félag verði áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verði óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. „Byggt á fyrirliggjandi upplýsingum, telur stjórn Marel að með viðskiptunum sé hagsmunum Marel, hluthafa þess, starfsfólks og annarra hagaðila best borgið. Stjórn Marel fékk ráðgefandi álit frá J.P. Morgan og Rabobank varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í fyrirhuguðu yfirtökutilboði út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Álitin miðast við tiltekna dagsetningu, forsendur, hæfni og takmarkanir, ásamt öðrum þáttum sem settir eru fram í slíkum álitum. Samkomulagið í heild sinni verður birt hér en samantekt á meginatriðum má sjá hér að neðan. JBT hyggst leggja fram yfirtökutilboð í maí 2024. Vísir/Vilhelm JBT hyggst leggja fram yfirtökutilboð í maí 2024. Framsetning tilboðsins er háð því að JBT hafi skilað inn skráningaryfirlýsingu samkvæmt eyðublaði S-4 til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (U.S. Securities and Exchange Commission), og að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi móttekið og samþykkt tilboðsyfirlit og skráningarlýsingu. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um að hefðbundin skilyrði hafi verið uppfyllt, þar með talið samþykki frá viðeigandi eftirlitsaðilum, samþykki hluthafa Marel og samþykki hluthafa JBT, og gert er ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2024. Í ljósi ofangreinds og undirbúnings við frágang fyrirhugaðs yfirtökutilboðs tilkynnir Marel hér með um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir fyrsta ársfjórðung 2024 sem nú verður birt þann 7. maí 2024, í stað 29. apríl 2024,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægur áfangi Haft er eftir Arnari Þór Mássyni, stjórnarformanni Marel, að það sé ánægjulegt að tilkynna um samkomulag við JBT um helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs, sem sé mikilvægur áfangi í mögulegri sameiningu félaganna tveggja. „Vinna við afmarkaða áreiðanleikakönnun (e. confirmatory due diligence) á JBT hefur styrkt mat okkar á því að góð rök séu fyrir sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Við sjáum sóknarfæri sameinaðs félags og erum ánægð með þann vilja um að standa vörð um arfleifð Marel, tvískráningu á Nasdaq á Íslandi, þátttöku stjórnenda Marel hjá sameinuðu félagi, og samsetningu stjórnar sem samsvari eignarhlutföllum sameinaðs félags. Við munum áfram vinna náið með stjórn JBT í aðdraganda fyrirhugaðs yfirtökutilboðs í maí,“ segir Arnar Þór. Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marels í haust.Marel Þá er haft eftir Árna Sigurðssyni, forstjóra Marel, að þetta sé mikilvægt skref í átt að mögulegri sameiningu við JBT. „Áhugi þeirra á Marel er vitnisburður um þann árangur sem metnaðarfullur hópur starfsmanna okkar um allan heim hefur drifið áfram. Litið fram á veginn, þá felur möguleg sameining í sér spennandi tækifæri til að hraða framförum í að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu.“ Helstu skilmálar fyrirhugaðs yfirtökutilboðs Líkt og áður hefur komið fram hyggst JBT leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut í allt útistandandi hlutafé í Marel. „Hluthafar Marel munu hafa sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár. Með tilliti til áhrifa af samsetningu endurgjalds, myndi hlutfallsleg skipting eftir viðskipti leiða til þess að hluthafar myndu fá greiddar um það 950 milljónir evra og eignast um 38% hlutafjár sameinaðs félags. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli eftirtalinna kosta: Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði JBT sé 96,25 dollarar á hlut. Hluthafar Marel munu hafa möguleika á að velja hlutabréf JBT sem skráð eru á New York Stock Exchange (NYSE) eða á Nasdaq Iceland að undangenginni tvískráningu JBT á Íslandi. Eyrir Invest hf., stærsti hluthafi Marel með 24,7% hlut í félaginu, hefur veitt óafturkallanlegt samþykki um að taka tilboðinu verði það lagt fram,“ segir í tilkynnigunni. Samantekt á samkomulagi um helstu skilmála Ennfremur segir í tilkynningunni að samkomulagið feli í sér skilmála og ákvæði sem venjubundin séu í alþjóðlegum viðskiptum af þessu tagi, að teknu tillitil til þess að Marel sé stofnað á Íslandi og skráð félag á markaði. „Samkomulagið inniheldur meðal annars ákvæði um (i) að samningsaðilar leggi sig fram eftir fremsta megni til þess að afla samþykkis fyrir viðskiptunum frá eftirlitsaðilum (háð ákveðnum takmörkunum) (ii) að aðilar vinni saman að undirbúningi vegna skráningarlýsingar og tengdum verkefnum, (iii) að stjórn Marel skuldbindi sig til að mæla með viðskiptunum, iv) að aðilar undirgangist sambærilegar ábyrgðaryfirlýsingar gagnvart hvor öðrum og lúti sömu skilyrðum um efndir samkomulagsins, og (v) skyldu JBT til að fjármagna og ljúka við tilboðið. Samkomulagið kveður á um að stjórn sameinaðs félags muni samanstanda af tíu stjórnarmönnum, þar af fimm óháðum stjórnarmönnum frá JBT fyrir sameiningu, fjórum óháðum stjórnarmönnum frá Marel fyrir sameiningu, og núverandi forstjóra JBT, Brian Deck. Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck og Árni Sigurðsson verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags. Aðrir lykilstjórnendur sameinaðs félags verða skipaðir stjórnendum beggja félaga. Í samkomulaginu eru kveðið á um skuldbindingu sameinaðs félags til að varðveita arfleifð Marel og starfsemi á Íslandi í samræmi við fyrri tilkynningu frá 19. janúar 2024. Sameinað félag mun heita JBT Marel Corporation og félagið mun starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ á Íslandi. Sameinað félag verður áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verður óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. Aðilar hafa komið sér saman um að JBT greiði Marel riftunargjald (e. break-fee) ef ekki fæst samþykki eftirlitsaðila, eins og nánar er skilgreint í samkomulagi um helstu skilmála. Aðilar hafa auk þess komið sér saman um endurgreiðslu á kostnaði sem fellur til, háð ákveðnum hámarksupphæðum, vegna tiltekinna kringumstæðna, sem skilgreindar eru í samkomulaginu. Skylda JBT til að efna fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð takmarkast af og er skilyrt við hefðbundin formskilyrði (s.s. samþykki eftirlitsaðila), að samþykki fáist frá handhöfum að lágmarki 90% útistandandi og útgefinna hluta í Marel á fyrirhuguðu yfirtökutilboði, og að meirihluti hluthafa JBT samþykki hlutafjáraukningu í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð. Marel hefur ráðið J.P. Morgan sem fjármálaráðgjafa og fengið Rabobank til að gefa stjórn félagsins sjálfstætt álit varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í fyrirhuguðu yfirtökutilboði. Lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).“ Marel Kaup og sala fyrirtækja Garðabær Tengdar fréttir Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði. 26. mars 2024 15:30 Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird. 22. janúar 2024 14:32 Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird. 22. janúar 2024 14:32 ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri. 19. janúar 2024 15:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að samkomulagið, sem samþykkt hafi verið af stjórnum beggja félaga, feli í sér helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs og sé rammi um réttindi og skyldur beggja félaga sem varði stjórnarhætti og samfélagslega þætti í sameinuðu félagi. Marel greindi frá því í nóvember að JBT hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu og hafa viðræður staðið síðan. Evrópsku höfuðstöðvarnar í Garðabæ Fram kemur að sameinað félag muni heita JBT Marel Corporation og muni félagið starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ á Íslandi. Sameinað félag verði áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verði óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. „Byggt á fyrirliggjandi upplýsingum, telur stjórn Marel að með viðskiptunum sé hagsmunum Marel, hluthafa þess, starfsfólks og annarra hagaðila best borgið. Stjórn Marel fékk ráðgefandi álit frá J.P. Morgan og Rabobank varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í fyrirhuguðu yfirtökutilboði út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Álitin miðast við tiltekna dagsetningu, forsendur, hæfni og takmarkanir, ásamt öðrum þáttum sem settir eru fram í slíkum álitum. Samkomulagið í heild sinni verður birt hér en samantekt á meginatriðum má sjá hér að neðan. JBT hyggst leggja fram yfirtökutilboð í maí 2024. Vísir/Vilhelm JBT hyggst leggja fram yfirtökutilboð í maí 2024. Framsetning tilboðsins er háð því að JBT hafi skilað inn skráningaryfirlýsingu samkvæmt eyðublaði S-4 til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (U.S. Securities and Exchange Commission), og að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi móttekið og samþykkt tilboðsyfirlit og skráningarlýsingu. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um að hefðbundin skilyrði hafi verið uppfyllt, þar með talið samþykki frá viðeigandi eftirlitsaðilum, samþykki hluthafa Marel og samþykki hluthafa JBT, og gert er ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2024. Í ljósi ofangreinds og undirbúnings við frágang fyrirhugaðs yfirtökutilboðs tilkynnir Marel hér með um breytingu á fjárhagsdagatali fyrir fyrsta ársfjórðung 2024 sem nú verður birt þann 7. maí 2024, í stað 29. apríl 2024,“ segir í tilkynningunni. Mikilvægur áfangi Haft er eftir Arnari Þór Mássyni, stjórnarformanni Marel, að það sé ánægjulegt að tilkynna um samkomulag við JBT um helstu skilmála fyrirhugaðs yfirtökutilboðs, sem sé mikilvægur áfangi í mögulegri sameiningu félaganna tveggja. „Vinna við afmarkaða áreiðanleikakönnun (e. confirmatory due diligence) á JBT hefur styrkt mat okkar á því að góð rök séu fyrir sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Við sjáum sóknarfæri sameinaðs félags og erum ánægð með þann vilja um að standa vörð um arfleifð Marel, tvískráningu á Nasdaq á Íslandi, þátttöku stjórnenda Marel hjá sameinuðu félagi, og samsetningu stjórnar sem samsvari eignarhlutföllum sameinaðs félags. Við munum áfram vinna náið með stjórn JBT í aðdraganda fyrirhugaðs yfirtökutilboðs í maí,“ segir Arnar Þór. Árni Sigurðsson tók við sem forstjóri Marels í haust.Marel Þá er haft eftir Árna Sigurðssyni, forstjóra Marel, að þetta sé mikilvægt skref í átt að mögulegri sameiningu við JBT. „Áhugi þeirra á Marel er vitnisburður um þann árangur sem metnaðarfullur hópur starfsmanna okkar um allan heim hefur drifið áfram. Litið fram á veginn, þá felur möguleg sameining í sér spennandi tækifæri til að hraða framförum í að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu.“ Helstu skilmálar fyrirhugaðs yfirtökutilboðs Líkt og áður hefur komið fram hyggst JBT leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut í allt útistandandi hlutafé í Marel. „Hluthafar Marel munu hafa sveigjanleika í vali á samsetningu endurgjalds. Val um samsetningu endurgjalds takmarkast af því að vegið meðaltal fulls endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verði 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT og um 35% í formi reiðufjár. Með tilliti til áhrifa af samsetningu endurgjalds, myndi hlutfallsleg skipting eftir viðskipti leiða til þess að hluthafar myndu fá greiddar um það 950 milljónir evra og eignast um 38% hlutafjár sameinaðs félags. Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel, geti hluthafar Marel valið á milli eftirtalinna kosta: Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Hlutfallsleg skipting eftir viðskipti byggir á forsendu um að virði JBT sé 96,25 dollarar á hlut. Hluthafar Marel munu hafa möguleika á að velja hlutabréf JBT sem skráð eru á New York Stock Exchange (NYSE) eða á Nasdaq Iceland að undangenginni tvískráningu JBT á Íslandi. Eyrir Invest hf., stærsti hluthafi Marel með 24,7% hlut í félaginu, hefur veitt óafturkallanlegt samþykki um að taka tilboðinu verði það lagt fram,“ segir í tilkynnigunni. Samantekt á samkomulagi um helstu skilmála Ennfremur segir í tilkynningunni að samkomulagið feli í sér skilmála og ákvæði sem venjubundin séu í alþjóðlegum viðskiptum af þessu tagi, að teknu tillitil til þess að Marel sé stofnað á Íslandi og skráð félag á markaði. „Samkomulagið inniheldur meðal annars ákvæði um (i) að samningsaðilar leggi sig fram eftir fremsta megni til þess að afla samþykkis fyrir viðskiptunum frá eftirlitsaðilum (háð ákveðnum takmörkunum) (ii) að aðilar vinni saman að undirbúningi vegna skráningarlýsingar og tengdum verkefnum, (iii) að stjórn Marel skuldbindi sig til að mæla með viðskiptunum, iv) að aðilar undirgangist sambærilegar ábyrgðaryfirlýsingar gagnvart hvor öðrum og lúti sömu skilyrðum um efndir samkomulagsins, og (v) skyldu JBT til að fjármagna og ljúka við tilboðið. Samkomulagið kveður á um að stjórn sameinaðs félags muni samanstanda af tíu stjórnarmönnum, þar af fimm óháðum stjórnarmönnum frá JBT fyrir sameiningu, fjórum óháðum stjórnarmönnum frá Marel fyrir sameiningu, og núverandi forstjóra JBT, Brian Deck. Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck og Árni Sigurðsson verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags. Aðrir lykilstjórnendur sameinaðs félags verða skipaðir stjórnendum beggja félaga. Í samkomulaginu eru kveðið á um skuldbindingu sameinaðs félags til að varðveita arfleifð Marel og starfsemi á Íslandi í samræmi við fyrri tilkynningu frá 19. janúar 2024. Sameinað félag mun heita JBT Marel Corporation og félagið mun starfrækja evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur í Garðabæ á Íslandi. Sameinað félag verður áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verður óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. Aðilar hafa komið sér saman um að JBT greiði Marel riftunargjald (e. break-fee) ef ekki fæst samþykki eftirlitsaðila, eins og nánar er skilgreint í samkomulagi um helstu skilmála. Aðilar hafa auk þess komið sér saman um endurgreiðslu á kostnaði sem fellur til, háð ákveðnum hámarksupphæðum, vegna tiltekinna kringumstæðna, sem skilgreindar eru í samkomulaginu. Skylda JBT til að efna fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð takmarkast af og er skilyrt við hefðbundin formskilyrði (s.s. samþykki eftirlitsaðila), að samþykki fáist frá handhöfum að lágmarki 90% útistandandi og útgefinna hluta í Marel á fyrirhuguðu yfirtökutilboði, og að meirihluti hluthafa JBT samþykki hlutafjáraukningu í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð. Marel hefur ráðið J.P. Morgan sem fjármálaráðgjafa og fengið Rabobank til að gefa stjórn félagsins sjálfstætt álit varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í fyrirhuguðu yfirtökutilboði. Lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).“
Marel Kaup og sala fyrirtækja Garðabær Tengdar fréttir Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði. 26. mars 2024 15:30 Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird. 22. janúar 2024 14:32 Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird. 22. janúar 2024 14:32 ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri. 19. janúar 2024 15:49 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði. 26. mars 2024 15:30
Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird. 22. janúar 2024 14:32
Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird. 22. janúar 2024 14:32
ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri. 19. janúar 2024 15:49