Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 22:00 Það verður hart barist í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta Vísir/Samsett mynd Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. Það er alveg ljóst á fyrstu umferð úrslitakeppninnar að við eigum von á allsvakalegri úrslitakeppni. Við skulum fara yfir viðureignirnar. Valur – Höttur Deildarmeistararnir mæta munu þurfa að leggja leið sína austur á Egilsstaði og taka á liði heimamanna sem sjá kannski möguleika á borði gegn nokkuð löskuðu liði deildarmeistaranna. Ekkert gefið eftir í þessari viðureign. Grindavík – Tindastóll Ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni að lokum og stemningin í Síkinu eftir því. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu í vetur og nú munu þeir þurfa að takast á við eitt heitasta lið Íslands um þessar mundir. Grindvíkingar hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn og munu nú þurfa að leggja ríkjandi Íslandsmeistarana að velli á þeirri vegferð sinni. Maður fær vatn í munninn. Keflavík – Álftanes Talandi um bitastæð einvígi. Keflvíkingar mæta nýliðum Álftaness sem eru ekki svo miklir nýliðar lengur. Sögulínan sem felst í því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun nú mæta sínu einkennisliði í gegnum tíðina, Keflavík, er nóg til þess að segja allt sem þarf um þetta einvígi. Njarðvík - Þór Þorlákshöfn Það verður barist um hvern einasta bolta í einvígi Þór Þorlákshafnar og Njarðvíkur. Njarðvíkingar tryggðu sér síðasta heimavallarréttinn í úrslitakeppninni með fjórða sæti deildarinnar og fá þar af leiðandi liðið sem endaði í 5.sæti, Þór frá Þorlákshöfn í einvígi. Subway-deild karla Valur Höttur Grindavík Tindastóll Keflavík ÍF UMF Álftanes UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Það er alveg ljóst á fyrstu umferð úrslitakeppninnar að við eigum von á allsvakalegri úrslitakeppni. Við skulum fara yfir viðureignirnar. Valur – Höttur Deildarmeistararnir mæta munu þurfa að leggja leið sína austur á Egilsstaði og taka á liði heimamanna sem sjá kannski möguleika á borði gegn nokkuð löskuðu liði deildarmeistaranna. Ekkert gefið eftir í þessari viðureign. Grindavík – Tindastóll Ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni að lokum og stemningin í Síkinu eftir því. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu í vetur og nú munu þeir þurfa að takast á við eitt heitasta lið Íslands um þessar mundir. Grindvíkingar hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn og munu nú þurfa að leggja ríkjandi Íslandsmeistarana að velli á þeirri vegferð sinni. Maður fær vatn í munninn. Keflavík – Álftanes Talandi um bitastæð einvígi. Keflvíkingar mæta nýliðum Álftaness sem eru ekki svo miklir nýliðar lengur. Sögulínan sem felst í því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun nú mæta sínu einkennisliði í gegnum tíðina, Keflavík, er nóg til þess að segja allt sem þarf um þetta einvígi. Njarðvík - Þór Þorlákshöfn Það verður barist um hvern einasta bolta í einvígi Þór Þorlákshafnar og Njarðvíkur. Njarðvíkingar tryggðu sér síðasta heimavallarréttinn í úrslitakeppninni með fjórða sæti deildarinnar og fá þar af leiðandi liðið sem endaði í 5.sæti, Þór frá Þorlákshöfn í einvígi.
Subway-deild karla Valur Höttur Grindavík Tindastóll Keflavík ÍF UMF Álftanes UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum