Þarf að afhenda reikninga lögmannsstofunnar sem hefur malað gull Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2024 17:00 Sigurður Valtýsson, til vinstri, er forsvarsmaður Frigusar II. Steinar Þór Guðgeirsson er annar eigandi Íslaga og verjandi ríkisins í máli Frigusar á hendur því. Hinn eigandinn er Ástríður Gísladóttir, eiginkona Steinars Þórs. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að afhenda Frigusi II, sem lengi hefur staðið í stappi við ríkið í Lindarhvolsmálinu svokallaða, reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum án yfirstrikana. Frá ársbyrjun 2018 hefur ráðuneytið greitt stofunni áttatíu milljónir króna. Þetta var niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð í málinu þann 21. mars en birti í dag. Þar segir að með erindi dagsettu þann 14. mars 2023 hafi forsvarsmaður Frigusar, Sigurður Valtýsson, kært synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Mikið að gera í ráðuneytinu „Ég fagna niðurstöðunni að sjálfsögðu,“ segir Sigurður Valtýsson hjá Frigusi II í samtali við Vísi. Hann segir að nú komi í ljós hvers konar vinnubrögð hafi verið stunduð í fjármálaráðuneytinu hvað varðar upplýsingagjöf. Þetta verði þá þriðja eða fjórða útgáfa. „Við erum ekki komnir með reikningana í hendurnar enn þá. Þeir lofuðu þessu um miðjan apríl. Það er víst svo mikið að gera í ráðuneytinu.“ Hafði þegar fengið reikningana yfirstrikaða Í úrskurði nefndarinnar segir að hinnnn 15. febrúar 2023 hafi Sigurður óskað eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem honum hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafi hafnað beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í kærunni hafi Sigurður gert kröfu um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Samkvæmt upplýsingum á vefnum Opnir reikningar greiddi ráðuneytið Íslögum 79.190.138 krónur á tímabilinu. Augljósir hagsmunir almennings að vita hvað áttatíu milljónir kaupa ríkinu Í kærunni hafi verið tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna og fleira. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir. Ríkið hafi aftur á móti borið fyrir sig að upplýsingar í þeim reikningum sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir hafi verið mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Vinnu Íslaga lýst með almennum hætti Í niðurstöðukafla úrskurðarnefndarinnar segir að nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem Frigusi var synjað um aðgang að. Í þeim sé vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni séu það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða séu opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hafi að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telji úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði laga upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna. Engin þagnarskylda til staðar Í niðurstöðunni segir að ráðuneytið hafi vísað til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það sé mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir, sem kunni að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar. Þrjár yfirstrikanir leyfðar Þrátt fyrir þessar niðurstöður nefndarinnar segir í úrskurðinum að í þremur reikninganna sé að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteign sem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telji að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Þá virðist upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Ráðuneytinu sé því óheimilt að veita Frigusi aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa beri ráðuneytinu að yfirstrika heiti fasteigna í þremur reikninganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar sé ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Í reikningunum sé að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða séu ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Því komi ákvæði upplýsingalaga ekki í veg fyrir afhendingu reikninganna. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Lögmennska Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Segir sýknudóm vonbrigði Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. 17. mars 2023 19:47 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta var niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð í málinu þann 21. mars en birti í dag. Þar segir að með erindi dagsettu þann 14. mars 2023 hafi forsvarsmaður Frigusar, Sigurður Valtýsson, kært synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Mikið að gera í ráðuneytinu „Ég fagna niðurstöðunni að sjálfsögðu,“ segir Sigurður Valtýsson hjá Frigusi II í samtali við Vísi. Hann segir að nú komi í ljós hvers konar vinnubrögð hafi verið stunduð í fjármálaráðuneytinu hvað varðar upplýsingagjöf. Þetta verði þá þriðja eða fjórða útgáfa. „Við erum ekki komnir með reikningana í hendurnar enn þá. Þeir lofuðu þessu um miðjan apríl. Það er víst svo mikið að gera í ráðuneytinu.“ Hafði þegar fengið reikningana yfirstrikaða Í úrskurði nefndarinnar segir að hinnnn 15. febrúar 2023 hafi Sigurður óskað eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem honum hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafi hafnað beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í kærunni hafi Sigurður gert kröfu um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Samkvæmt upplýsingum á vefnum Opnir reikningar greiddi ráðuneytið Íslögum 79.190.138 krónur á tímabilinu. Augljósir hagsmunir almennings að vita hvað áttatíu milljónir kaupa ríkinu Í kærunni hafi verið tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna og fleira. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir. Ríkið hafi aftur á móti borið fyrir sig að upplýsingar í þeim reikningum sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir hafi verið mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Vinnu Íslaga lýst með almennum hætti Í niðurstöðukafla úrskurðarnefndarinnar segir að nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem Frigusi var synjað um aðgang að. Í þeim sé vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni séu það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða séu opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hafi að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telji úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði laga upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna. Engin þagnarskylda til staðar Í niðurstöðunni segir að ráðuneytið hafi vísað til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það sé mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir, sem kunni að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar. Þrjár yfirstrikanir leyfðar Þrátt fyrir þessar niðurstöður nefndarinnar segir í úrskurðinum að í þremur reikninganna sé að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteign sem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telji að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Þá virðist upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Ráðuneytinu sé því óheimilt að veita Frigusi aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa beri ráðuneytinu að yfirstrika heiti fasteigna í þremur reikninganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar sé ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Í reikningunum sé að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða séu ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Því komi ákvæði upplýsingalaga ekki í veg fyrir afhendingu reikninganna.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Lögmennska Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Segir sýknudóm vonbrigði Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. 17. mars 2023 19:47 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
Segir sýknudóm vonbrigði Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. 17. mars 2023 19:47
Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04