Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 15:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00