Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:56 Kallas segir að grípa verði til aðgerða núna, ekki þegar það verður orðið of seint. AP/Omar Havana Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira