Körfubolti

Valur og Fjölnir enda deildar­keppnina á góðum nótum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brooklyn Pannell var drjúg fyrir Val í kvöld.
Brooklyn Pannell var drjúg fyrir Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Tveir leikir fóru fram í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valur nældi í sigur á Akureyri og Fjölnir lagði botnlið Snæfells.

Á Akureyri var Valur í heimsókn hjá Þór. Fór það svo að gestirnir frá Hlíðarenda unnu með sex stiga mun, lokatölur 77-83. Gestirnir voru sterkari framan af og var það ekki fyrr en í 4. leikhluta sem heimaliðið vaknaði. Það var því miður of lítið of seint.

Brooklyn Pannell var stigahæst í liði Vals með 32 stig. Þar á eftir var Téa Adams með 18 stig og 8 fráköst. Í liði Þórs skoraði Madison Sutton 24 stig og tók 17 fráköst. Lore Devos kemur þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar.

Valur mætir Njarðvík í úrslitakeppninni á meðan Þór Akureyri mætir Grindavík.

Fjölnir lagði Snæfell með átta stiga mun í Grafarvoginum, lokatölur 85-77. Þar voru heimakonu með frumkvæðið frá upphafi en gestirnir lögðu aldrei árar í bát.

Korinne Campbell skoraði 31 stig og tók 19 fráköst í liði Fjölnis. Þar á eftir kom Raquel Laneiro með 25 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst. Í liði Snæfells var Shawnta Shaw með 23 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst.

Fjölnir mætir deildarmeisturum Keflavíkur í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en Snæfell fer í úrslitakeppni 1. deildar um sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×