Innlent

Svan­dísar bíði van­trausts­til­laga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir vantrauststillöguna bíða Svandísar.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir vantrauststillöguna bíða Svandísar. Vísir/Arnar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi.

Eins og fram hefur komið hefur Svandís tilkynnt að hún muni snúa aftur til starfa á morgun. Hún fór í veikindaleyfi í janúar þegar hún greindist með krabbamein í brjósti. Sama dag hugðist Inga leggja fram vantrauststillögu á hendur ráðherranum vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun hvalveiða á síðasta ári en dró tillöguna til baka vegna veikinda Svandísar.

„Þetta vantraust hefur ekki farið neitt, það bara bíður eftir því að hún geti varið það,“ segir Inga í samtali við Vísi. Hún segir tillöguna verða lagða fram á þingi þegar tækifæri gefst eftir að það kemur saman í næstu viku eftir páskafrí.

Inga segir málið alltaf hafa snúið að lögbrotum Svandísar í starfi en ekki hvalveiðum sem slíkum. Svandís hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hún stöðvaði hvalveiðar og brotið stjórnsýslulög líkt og fram hafi komið í áliti umboðsmanns.


Tengdar fréttir

Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð.

Svan­dís grípur til að­gerða þótt lög­fræði­á­lit segi að þess þurfi ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða.

Hissa yfir við­brögðum Svan­dísar og segir þau von­brigði

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×