Barðist fyrir starfslokasamningi eftir glímu við „lítinn mann í jakkafötum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2024 12:10 Hér er Eyrún í hlutverki fyrirsætu á vefsíðu HMS þar sem stofnunin stærir sig af jafnlaunastefnu sinni. Hermann Jónasson forstjóri fagnar áratug í starfi forstjóra á næsta ári. vísir Kona sem lækka átti í tign og í launum hjá Hús- og mannvirkjastofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi segist hafa mætt alltof mörgum litlum köllum klæddum í of stór jakkaföt í gegnum tíðina. Hún hvetur stjórnendur til að sjá kosti í konum sem snúa til baka eftir fæðingarorlof og gefa þeim tækifæri í stað þess að taka þau af þeim. Eyrún Viktorsdóttir hóf störf sem forvarnafulltrúi hjá Hús- og mannvirkjastofnun árið 2020. Þá var HMS nýorðið að veruleika eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjanstofnunar. Hermann Jónasson, sem ráðinn var forstjóri Íbúðalánasjóðs árið 2015, varð forstjóri nýju stofnunarinnar. Læst inni í fundarherbergi Óhætt er að segja að Hermann eigi skrautlega sögu að baki sem stjórnandi. Hann tók við starfi forstjóri Tals árið 2009 og var hans fyrsta verk að ávarpa starfsfólk fyrirtækisins á meðan fráfarandi forstjóra var haldið læstum inni í fundarherbergi. Ragnhildur Ágústsdóttir var umræddur forstjóri og rifjaði í pistli í Kjarnanum árið 2017 upp atburðarásina þegar hún var læst inni í herbergi og þvinguð til að skrifa undir starfslokasamning. Hún sagðist sannfærð um að Hermann, arftaki hennar í starfi forstjóra, hefði verið með í ráðum. Hermann réð sig hálfu öðru ári síðar til Arion banka „þar til hann var settur í leyfi eftir að upp komu ásakanir um kynferðislega áreitni gagnvart nokkrum kvenkyns starfsmönnum bankans. Smávægileg umfjöllun varð um það mál í fjölmiðlum en málið náði aldrei neinum hæðum.“ Fjallað var um ásakanirnar gagnvart Hermanni í Kjarnanum árið 2018. Þar kom meðal annars fram að stjórn Íbúðarlánasjóðs hefði verið óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni gagnvart Hermanni í starfi hans hjá Arion banka. Hermann hafnaði að svara spurningum Kjarnans við það tilefni en sagðist þó vera breyttur maður. „Ég á mjög gott samband við samstarfsfólk mitt í núverandi starfi. Ég biðst velvirðingar á því sem ég hef gert í fortíðinni og tek nærri mér ef önnur manneskja hefur liðið fyrir mína framkomu.“ Ekki náðist í Hermann Jónasson við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hans ef þau berast. Vandræðaleg uppákoma á Akureyri Eyrún nefnir ekki Hermann berum orðum í pistli sínum „Litlir kallar í of stórum jakkafötum“. Í pistli hennar kemur fram að hún eigi tvö börn undir tveggja ára aldri en hún hafi stefnt að endurkomu til vinnu á nýju ári. Hún hafi því haft samband strax eftir áramót og óskað eftir upplýsingum um hvenær hún ætti að snúa aftur til starfa. Hún hafi verið mjög spennt fyrir endurkomunni enda metnaðarfull kona sem ætli sér stóra hluti. Hún hafi hins vegar ekki fengið nein svör þrátt fyrir ítrekaða tölvupósta. Þetta hafi gefið henni vísbendingu um að ekki væri allt með felldu. Hún hafði áður orðið fyrir vonbrigðum með yfirmenn sína í orlofinu enda hafi hún ekki fengið boð á árshátíðir eða aðra fagnaðarfundi. Verst hafi verið í eitt skipti þegar hún hitti samstarfsfólk sitt fyrir tilviljun í Skógarböðunum á Akureyri. Þá var hún fyrir tilviljun stödd fyrir norðan en ekki fengið neitt boð í gleðskapinn. Vandræðaleg uppákoma í meira lagi. Boð um lækkun í tign og launum Eyrún var svo boðuð til fundar um miðjan febrúar með mannauðsstjóra og aðstoðarforstjóra HMS. Þá stóð henni óvænt til boða að taka við nýju starfi í öðrum flokki en hún hefði verið að sinna. Nýja starfið fól meðal annars í sér lækkun í tign og um tvo launaflokka. Upphaflega hafði Eyrún verið forvarnarfulltrúi á brunavarnarsviði, flutt norður yfir heiðar fyrir starfið, en rekstur sviðsins hafi ekki gengið upp. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur og starfaði sem sérfræðingur í gæðamálum og sem persónuverndarfulltrúi. Þar var hún við störf þegar hún fór í seinna fæðingarorlofið. Nú átti að breyta starfi hennar verulega á nýjan leik. Eyrún segist hafa leitað lausna, spurt hvort þetta væri tímabundin ráðstöfun og hvort eitthvað starf sambærilegt því sem hún áður gegndi myndi losna. Hún hafi einnig boðist til að lækka sig í 80% starfshlutfall miðað við launalækkunina sem átti að keyra í gegn. Ekki hafi fundist lending og hún haft á tilfinningunni að verið væri að ýta henni út í horn. Þegar hún spurði hvað myndi gerast ef hún þæði ekki starfið hafi svarið verið þriggja mánaða uppsagnarsamningur á grundvelli niðurfellingar starfs. Leitaði til stéttarfélags Eftir að hafa leitað til stéttarfélags síns og fengið lögfræðiaðstoð þaðan hafi niðurstaðan verið tólf mánaða starfslokasamningur sem hún skrifaði undir í mars. Ljóst er að kostnaður ríkisins af slíkum samningum nemur í það minnsta á öðrum tug milljóna króna. Eftir því sem Vísir kemst næst er starfslokasamningurinn langt í frá sá eini sem gerður hefur verið hjá HMS undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skipulagsbreytingar verið afar tíðar og fólki stillt upp við vegg varðandi að taka að sér nýjar stöður og hlutverk. Margir hafa hætt störfum og þá hafa veikindaleyfi verið nokkuð tíð. Þá eru dæmi um að ráðið hafi verið í störf framkvæmdastjóra án auglýsingar með tímabundinni ráðningu sem ekki reyndist tímabundin. Vísir hefur sent Þórmundi Jónatanssyni, upplýsingafulltrúa innviðaráðuneytisins, fyrirspurn vegna þessa og óskað eftir upplýsingum um fjölda slíkra samninga undanfarin ár og kostnað ríkisins við þá. Jakkafataklædda valdið Eyrún segir í pistli sínum að nú sé kominn tími til að loka þessum kafla í lífi sínu og halda áfram. Hún óskar þess þó innilega að ung dóttir hennar þurfi ekki að standa í sama óþarfa stappi og mamma sín, vegna lítilla kalla í alltof stórum jakkafötum. „Í gegnum tíðina hef ég mætt allt of mörgum litlum köllum klæddum í of stór jakkaföt. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að umræddir litlu kallar koma í öllum stærðum og gerðum og eru af öllum kynjum. Eitt hafa þeir þó sameiginlegt og er það misbeiting og ofbeiting valds. Jakkafataklædda valdið sem valtar yfir allt og alla sama hver ber kostnaðinn. Það er nefnilega þannig að jakkafötin virka á marga eins og að klæða sig í þröngan spandex búning úr Marvel eða DC til að leika illmennið. Hvort þessir kallar eru meðvitaðir eða ekki um gróðureldana sem þeir kveikja er ég hreinlega ekki viss um,“ segir í færslu Eyrúnar. „Ástæða þess að ég snerti á þessari valdaklæddu jakkafataveru núna (en hún snertir einmitt líka stundum konur án þess að þær veiti til þess samþykki) er raunveruleikinn sem blasir við mér á þessum tímamótum í lífinu. Þannig er mál með vexti að við maðurinn minn eigum tvö börn undir tveggja ára aldri. Eins og sönnum ofurhetjum sæmir höfum við í sameiningu tæklað þetta verkefni sómasamlega enda merkilegasta og mest krefjandi starf sem þekkist á þessari jörð, og möguleika fleiri plánetum finnist þar líf. Síðustu tvö ár hef ég, eðli málsins samkvæmt, verið vant við látin m.a. við að bera þau undir belti, koma þeim í heiminn, fæða, klæða, og vera á vaktinni 24/7. Minn ofurhetjubúningur hefur verið skítugur jogging galli, snúður í hár og svefnleysi. Nú langar mig að fljúga aftur inn á vinnumarkaðinn og láta til mín taka en það er eins og að barneignirnar hafi hreinlega gengisfellt mig, mína menntun, reynslu og þekkingu. Ég er þessi týpíska íslenska kona, þessi sem getur allt en trúir því kanski ekki alltaf. Þessi sterka með beinið í nefinu og mikinn metnað fyrir starfsframanum og að samtvinna honum hinu nýtilkomna fjölskyldulífi.“ Mömmurnar með veiku börnin Eyrún segist hingað til hafa getað þolað þessa litlu kalla. „Þeir hafa komið með undarlegar athugasemdir um að ég sé líklega frænka yfirmanna minna, sé búin að sænga hjá heilu sjávarþorpunum, hafi ekki sterk bein, viti ekki hvað ég er að gera o.s.frv. Hafa sett mér létt verkefni, tekið af mér ábyrgð og líklegast hræðst mig. En ég hef vitað betur og það hefur verið nóg. Ég hef mætt með minn eigin klappstól á fundi þar sem plássið er ekki til staðar fyrir unga konu, opnað mínar eigin hurðar inn í allskonar tækifæri og staðið upp fyrir sjálfri mér og öðrum konum. Það geri ég í góðri trú um að ég sé að leggja mitt á vogarskálarnar í jafnréttisbaráttunni. Það geri ég til að halda áfram bein í baki og með höfuðið hátt í átt að mínum markmiðum og minni framtíðarsýn.“ Hurðirnar virðist brynvarðar fyrir unga konu með ung börn. „Æ, þú veist, þessar mæður eru auðvitað alltaf heima með veik börn. Vonlausar alveg hreint, ekki satt? Í dag geng ekki eins glatt í störf sem henta minni reynslu, minni þekkingu og mínum áhuga. Þessar dyr virðast birtast mörgum ungum konum að sængurlegu lokinni. Þegar nýjabrumið, hamingjuóskum og brjóstagjöf er lokið. Þegar barnið er ekki lítill hnoðri og þegar konan á að vera komin í gallabuxurnar og bikiníið. Sumar konur vinna leikinn þrátt fyrir þennan ójöfnuð en aðrar sitja eftir með sárt ennið, með svipuna á sjálfri sér, brotið sjálfstraust og skakka sjálfsmynd.“ Kjarnorkuver sem er að springa Nýbakaðar mæður séu búnar að ganga í gegnum helvíti og til baka, og himnaríki að vísu líka. „Þær geta kennt verkefnastjórnun við Harvard háskóla, gengið langar vaktir án þess að blikka, verið undir ómannlegu álagi og notað líkama sinn til að fæða börnin sín. Þessar konur, þessi ég, lítur á hefðbundna vinnu sem heimsreisu og skemmtiferð, tækifæri til að beisla alla orkuna og metnaðinn sem hefur verið í biðstöðu. Hún er heilt kjarnorkuver sem er að springa. Hver ætti ekki að vilja ráða og hafa svoleiðis konur í vinnu, beisla þessa orku í eitthvað stórkostlegt?“ segir Eyrún. „Ég vil þó koma því á framfæri að ég hef einnig mætt einhverjum yfirmönnum og stjórnendum sem hafa passað prýðis vel í jakkafötin og gefið mér tækifæri, traust og ábyrgð sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Það er líklegast þeim að þakka að ég þori að standa upp fyrir sjálfri mér og hef trú á að úti séu góðir stjórnendur í meirihluta.“ Hún ávarpar nýbakaðar mæður. Jakkafötin séu þeirra. „Við erum fullfærar um að klæðast þeim án þess að þau séu of stór. Við eru fullfærar um að bera ábyrgðina vel, nýta valdið faglega og breyta heiminum til hins betra. Þar sem jafnrétti ríkir raunverulega en ekki á einhverjum pappír. Síðan kunnum við líka að þvo jakkafötin annað en sumir. Ég vil hvetja stjórnendur landsins til að sjá kosti í konum sem eru að snúa til baka eftir fæðingarorlof og leitast við að gefa þeim tækifæri í stað þess að taka þau af þeim. Í kringum mig hef ég séð konur í fæðingarorlofi verða af verðskulduðum stöðuhækkunum sem hafa farið til karlkyns samstarfsfélaga, hef séð konur vera lækkaðar í tign, verið lækkaðar í launum og lækkaðar í áliti. Gerum betur og búum til betri heim. Gerum Ísland að alvöru jafnréttisparadís en ekki bara að nafninu til.“ Uppfært klukkan 14:43 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS segir í skriflegri tilkynningu til Vísis: HMS getur staðfest það sem fram kemur í umræddri frétt að vegna breytinga sem höfðu orðið í fjarveru starfsmannsins var ekki unnt að hann færi aftur í sama starf. Það er alltaf miður þegar svo er en í þessu tilviki var það óviðráðanlegt. Umtalsverðar breytingar og sameiningar stofnana höfðu átt sér stað með tilheyrandi hagræðingu og tilfærslu á verkefnum á þeim tveim árum sem liðin voru frá því að starfsmaðurinn var síðast við störf hjá stofnuninni. Starfsmanninum var boðið annað starf hjá stofnuninni þar sem hliðsjón var höfð af menntun hans. Starfsmaðurinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og kaus að þiggja ekki starfið. Var það sameiginleg niðurstaða stofnunarinnar og starfsmannsins að ljúka ráðningarsambandi aðila með gerð samkomulags um starfslok. HMS telur að réttindi starfsmannsins hafi verið að fullu virt en við þessar aðstæður hafi verið farsælast að ljúka málinu með gerð áðurnefnds samkomulags. Tekið var tillit til þeirra sérstöku aðstæðna við gerð samkomulagsins að starfsmaðurinn hafði verið í löngu hléi frá vinnumarkaði og fær hann því greidd full laun í 12 mánuði. HMS getur að öðru leyti ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna. Þá segir Þórmundur Jónatansson, upplýsingafulltrúi innviðaráðuneytisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirspurnin hafi verið áframsend á HMS þar sem hún snúi að mannauðsmálum þar innanhúss. Ráðuneytið telji rétt að stofnunin svari sjálf fyrirspurninni og óskar eftir því að hún geri það. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns. Vinnumarkaður Jafnréttismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Eyrún Viktorsdóttir hóf störf sem forvarnafulltrúi hjá Hús- og mannvirkjastofnun árið 2020. Þá var HMS nýorðið að veruleika eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjanstofnunar. Hermann Jónasson, sem ráðinn var forstjóri Íbúðalánasjóðs árið 2015, varð forstjóri nýju stofnunarinnar. Læst inni í fundarherbergi Óhætt er að segja að Hermann eigi skrautlega sögu að baki sem stjórnandi. Hann tók við starfi forstjóri Tals árið 2009 og var hans fyrsta verk að ávarpa starfsfólk fyrirtækisins á meðan fráfarandi forstjóra var haldið læstum inni í fundarherbergi. Ragnhildur Ágústsdóttir var umræddur forstjóri og rifjaði í pistli í Kjarnanum árið 2017 upp atburðarásina þegar hún var læst inni í herbergi og þvinguð til að skrifa undir starfslokasamning. Hún sagðist sannfærð um að Hermann, arftaki hennar í starfi forstjóra, hefði verið með í ráðum. Hermann réð sig hálfu öðru ári síðar til Arion banka „þar til hann var settur í leyfi eftir að upp komu ásakanir um kynferðislega áreitni gagnvart nokkrum kvenkyns starfsmönnum bankans. Smávægileg umfjöllun varð um það mál í fjölmiðlum en málið náði aldrei neinum hæðum.“ Fjallað var um ásakanirnar gagnvart Hermanni í Kjarnanum árið 2018. Þar kom meðal annars fram að stjórn Íbúðarlánasjóðs hefði verið óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni gagnvart Hermanni í starfi hans hjá Arion banka. Hermann hafnaði að svara spurningum Kjarnans við það tilefni en sagðist þó vera breyttur maður. „Ég á mjög gott samband við samstarfsfólk mitt í núverandi starfi. Ég biðst velvirðingar á því sem ég hef gert í fortíðinni og tek nærri mér ef önnur manneskja hefur liðið fyrir mína framkomu.“ Ekki náðist í Hermann Jónasson við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hans ef þau berast. Vandræðaleg uppákoma á Akureyri Eyrún nefnir ekki Hermann berum orðum í pistli sínum „Litlir kallar í of stórum jakkafötum“. Í pistli hennar kemur fram að hún eigi tvö börn undir tveggja ára aldri en hún hafi stefnt að endurkomu til vinnu á nýju ári. Hún hafi því haft samband strax eftir áramót og óskað eftir upplýsingum um hvenær hún ætti að snúa aftur til starfa. Hún hafi verið mjög spennt fyrir endurkomunni enda metnaðarfull kona sem ætli sér stóra hluti. Hún hafi hins vegar ekki fengið nein svör þrátt fyrir ítrekaða tölvupósta. Þetta hafi gefið henni vísbendingu um að ekki væri allt með felldu. Hún hafði áður orðið fyrir vonbrigðum með yfirmenn sína í orlofinu enda hafi hún ekki fengið boð á árshátíðir eða aðra fagnaðarfundi. Verst hafi verið í eitt skipti þegar hún hitti samstarfsfólk sitt fyrir tilviljun í Skógarböðunum á Akureyri. Þá var hún fyrir tilviljun stödd fyrir norðan en ekki fengið neitt boð í gleðskapinn. Vandræðaleg uppákoma í meira lagi. Boð um lækkun í tign og launum Eyrún var svo boðuð til fundar um miðjan febrúar með mannauðsstjóra og aðstoðarforstjóra HMS. Þá stóð henni óvænt til boða að taka við nýju starfi í öðrum flokki en hún hefði verið að sinna. Nýja starfið fól meðal annars í sér lækkun í tign og um tvo launaflokka. Upphaflega hafði Eyrún verið forvarnarfulltrúi á brunavarnarsviði, flutt norður yfir heiðar fyrir starfið, en rekstur sviðsins hafi ekki gengið upp. Þá flutti hún aftur til Reykjavíkur og starfaði sem sérfræðingur í gæðamálum og sem persónuverndarfulltrúi. Þar var hún við störf þegar hún fór í seinna fæðingarorlofið. Nú átti að breyta starfi hennar verulega á nýjan leik. Eyrún segist hafa leitað lausna, spurt hvort þetta væri tímabundin ráðstöfun og hvort eitthvað starf sambærilegt því sem hún áður gegndi myndi losna. Hún hafi einnig boðist til að lækka sig í 80% starfshlutfall miðað við launalækkunina sem átti að keyra í gegn. Ekki hafi fundist lending og hún haft á tilfinningunni að verið væri að ýta henni út í horn. Þegar hún spurði hvað myndi gerast ef hún þæði ekki starfið hafi svarið verið þriggja mánaða uppsagnarsamningur á grundvelli niðurfellingar starfs. Leitaði til stéttarfélags Eftir að hafa leitað til stéttarfélags síns og fengið lögfræðiaðstoð þaðan hafi niðurstaðan verið tólf mánaða starfslokasamningur sem hún skrifaði undir í mars. Ljóst er að kostnaður ríkisins af slíkum samningum nemur í það minnsta á öðrum tug milljóna króna. Eftir því sem Vísir kemst næst er starfslokasamningurinn langt í frá sá eini sem gerður hefur verið hjá HMS undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skipulagsbreytingar verið afar tíðar og fólki stillt upp við vegg varðandi að taka að sér nýjar stöður og hlutverk. Margir hafa hætt störfum og þá hafa veikindaleyfi verið nokkuð tíð. Þá eru dæmi um að ráðið hafi verið í störf framkvæmdastjóra án auglýsingar með tímabundinni ráðningu sem ekki reyndist tímabundin. Vísir hefur sent Þórmundi Jónatanssyni, upplýsingafulltrúa innviðaráðuneytisins, fyrirspurn vegna þessa og óskað eftir upplýsingum um fjölda slíkra samninga undanfarin ár og kostnað ríkisins við þá. Jakkafataklædda valdið Eyrún segir í pistli sínum að nú sé kominn tími til að loka þessum kafla í lífi sínu og halda áfram. Hún óskar þess þó innilega að ung dóttir hennar þurfi ekki að standa í sama óþarfa stappi og mamma sín, vegna lítilla kalla í alltof stórum jakkafötum. „Í gegnum tíðina hef ég mætt allt of mörgum litlum köllum klæddum í of stór jakkaföt. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að umræddir litlu kallar koma í öllum stærðum og gerðum og eru af öllum kynjum. Eitt hafa þeir þó sameiginlegt og er það misbeiting og ofbeiting valds. Jakkafataklædda valdið sem valtar yfir allt og alla sama hver ber kostnaðinn. Það er nefnilega þannig að jakkafötin virka á marga eins og að klæða sig í þröngan spandex búning úr Marvel eða DC til að leika illmennið. Hvort þessir kallar eru meðvitaðir eða ekki um gróðureldana sem þeir kveikja er ég hreinlega ekki viss um,“ segir í færslu Eyrúnar. „Ástæða þess að ég snerti á þessari valdaklæddu jakkafataveru núna (en hún snertir einmitt líka stundum konur án þess að þær veiti til þess samþykki) er raunveruleikinn sem blasir við mér á þessum tímamótum í lífinu. Þannig er mál með vexti að við maðurinn minn eigum tvö börn undir tveggja ára aldri. Eins og sönnum ofurhetjum sæmir höfum við í sameiningu tæklað þetta verkefni sómasamlega enda merkilegasta og mest krefjandi starf sem þekkist á þessari jörð, og möguleika fleiri plánetum finnist þar líf. Síðustu tvö ár hef ég, eðli málsins samkvæmt, verið vant við látin m.a. við að bera þau undir belti, koma þeim í heiminn, fæða, klæða, og vera á vaktinni 24/7. Minn ofurhetjubúningur hefur verið skítugur jogging galli, snúður í hár og svefnleysi. Nú langar mig að fljúga aftur inn á vinnumarkaðinn og láta til mín taka en það er eins og að barneignirnar hafi hreinlega gengisfellt mig, mína menntun, reynslu og þekkingu. Ég er þessi týpíska íslenska kona, þessi sem getur allt en trúir því kanski ekki alltaf. Þessi sterka með beinið í nefinu og mikinn metnað fyrir starfsframanum og að samtvinna honum hinu nýtilkomna fjölskyldulífi.“ Mömmurnar með veiku börnin Eyrún segist hingað til hafa getað þolað þessa litlu kalla. „Þeir hafa komið með undarlegar athugasemdir um að ég sé líklega frænka yfirmanna minna, sé búin að sænga hjá heilu sjávarþorpunum, hafi ekki sterk bein, viti ekki hvað ég er að gera o.s.frv. Hafa sett mér létt verkefni, tekið af mér ábyrgð og líklegast hræðst mig. En ég hef vitað betur og það hefur verið nóg. Ég hef mætt með minn eigin klappstól á fundi þar sem plássið er ekki til staðar fyrir unga konu, opnað mínar eigin hurðar inn í allskonar tækifæri og staðið upp fyrir sjálfri mér og öðrum konum. Það geri ég í góðri trú um að ég sé að leggja mitt á vogarskálarnar í jafnréttisbaráttunni. Það geri ég til að halda áfram bein í baki og með höfuðið hátt í átt að mínum markmiðum og minni framtíðarsýn.“ Hurðirnar virðist brynvarðar fyrir unga konu með ung börn. „Æ, þú veist, þessar mæður eru auðvitað alltaf heima með veik börn. Vonlausar alveg hreint, ekki satt? Í dag geng ekki eins glatt í störf sem henta minni reynslu, minni þekkingu og mínum áhuga. Þessar dyr virðast birtast mörgum ungum konum að sængurlegu lokinni. Þegar nýjabrumið, hamingjuóskum og brjóstagjöf er lokið. Þegar barnið er ekki lítill hnoðri og þegar konan á að vera komin í gallabuxurnar og bikiníið. Sumar konur vinna leikinn þrátt fyrir þennan ójöfnuð en aðrar sitja eftir með sárt ennið, með svipuna á sjálfri sér, brotið sjálfstraust og skakka sjálfsmynd.“ Kjarnorkuver sem er að springa Nýbakaðar mæður séu búnar að ganga í gegnum helvíti og til baka, og himnaríki að vísu líka. „Þær geta kennt verkefnastjórnun við Harvard háskóla, gengið langar vaktir án þess að blikka, verið undir ómannlegu álagi og notað líkama sinn til að fæða börnin sín. Þessar konur, þessi ég, lítur á hefðbundna vinnu sem heimsreisu og skemmtiferð, tækifæri til að beisla alla orkuna og metnaðinn sem hefur verið í biðstöðu. Hún er heilt kjarnorkuver sem er að springa. Hver ætti ekki að vilja ráða og hafa svoleiðis konur í vinnu, beisla þessa orku í eitthvað stórkostlegt?“ segir Eyrún. „Ég vil þó koma því á framfæri að ég hef einnig mætt einhverjum yfirmönnum og stjórnendum sem hafa passað prýðis vel í jakkafötin og gefið mér tækifæri, traust og ábyrgð sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Það er líklegast þeim að þakka að ég þori að standa upp fyrir sjálfri mér og hef trú á að úti séu góðir stjórnendur í meirihluta.“ Hún ávarpar nýbakaðar mæður. Jakkafötin séu þeirra. „Við erum fullfærar um að klæðast þeim án þess að þau séu of stór. Við eru fullfærar um að bera ábyrgðina vel, nýta valdið faglega og breyta heiminum til hins betra. Þar sem jafnrétti ríkir raunverulega en ekki á einhverjum pappír. Síðan kunnum við líka að þvo jakkafötin annað en sumir. Ég vil hvetja stjórnendur landsins til að sjá kosti í konum sem eru að snúa til baka eftir fæðingarorlof og leitast við að gefa þeim tækifæri í stað þess að taka þau af þeim. Í kringum mig hef ég séð konur í fæðingarorlofi verða af verðskulduðum stöðuhækkunum sem hafa farið til karlkyns samstarfsfélaga, hef séð konur vera lækkaðar í tign, verið lækkaðar í launum og lækkaðar í áliti. Gerum betur og búum til betri heim. Gerum Ísland að alvöru jafnréttisparadís en ekki bara að nafninu til.“ Uppfært klukkan 14:43 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS segir í skriflegri tilkynningu til Vísis: HMS getur staðfest það sem fram kemur í umræddri frétt að vegna breytinga sem höfðu orðið í fjarveru starfsmannsins var ekki unnt að hann færi aftur í sama starf. Það er alltaf miður þegar svo er en í þessu tilviki var það óviðráðanlegt. Umtalsverðar breytingar og sameiningar stofnana höfðu átt sér stað með tilheyrandi hagræðingu og tilfærslu á verkefnum á þeim tveim árum sem liðin voru frá því að starfsmaðurinn var síðast við störf hjá stofnuninni. Starfsmanninum var boðið annað starf hjá stofnuninni þar sem hliðsjón var höfð af menntun hans. Starfsmaðurinn var ósáttur við þessa niðurstöðu og kaus að þiggja ekki starfið. Var það sameiginleg niðurstaða stofnunarinnar og starfsmannsins að ljúka ráðningarsambandi aðila með gerð samkomulags um starfslok. HMS telur að réttindi starfsmannsins hafi verið að fullu virt en við þessar aðstæður hafi verið farsælast að ljúka málinu með gerð áðurnefnds samkomulags. Tekið var tillit til þeirra sérstöku aðstæðna við gerð samkomulagsins að starfsmaðurinn hafði verið í löngu hléi frá vinnumarkaði og fær hann því greidd full laun í 12 mánuði. HMS getur að öðru leyti ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna. Þá segir Þórmundur Jónatansson, upplýsingafulltrúi innviðaráðuneytisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirspurnin hafi verið áframsend á HMS þar sem hún snúi að mannauðsmálum þar innanhúss. Ráðuneytið telji rétt að stofnunin svari sjálf fyrirspurninni og óskar eftir því að hún geri það. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira