Hryllingur í hálft ár – þjóðarmorðið heldur áfram á Gaza Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. apríl 2024 08:00 Það er ekki auðvelt að koma orðum að þeim hryllingi á Gazaströnd sem heimurinn hefur nú horft upp á í hálft ár. Milljónir manna um heim allan hafa mótmælt þjóðarmorðinu og loks hefur Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tekist að samþykkja ályktun þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés og að neyðaraðstoð sé hleypt inn á svæðið hindranalaust, jafnframt því að föngum og gíslum sé sleppt. Bandaríkjastjórn lét Ísrael ekki ráða atkvæði sínu þessu sinni, heldur sat hjá. Öll önnur ríki greiddu atkvæði með vopnahléi. Það er ekki einsog þetta breyti miklu fyrir fólkið á Gaza. Ályktanir Sameinuðu þjóðanna hægja ekki á morðæði Ísraelshers. Það er löngu ljóst orðið að Ísraelsstjórn telur sig hafna yfir lög og rétt, hún brýtur alþjóðalög og samninga eftir sínum hentugleikum og hlítir í engu úrskurðum og fyrirmælum Alþjóðadómstólsins. Ísraelsríki byggði frá upphafi á þjóðernishreinsunum, en við tilurð Ísraelsríkis hraktist helmingur palestínsku íbúanna frá heimkynnum sínum og hafa hvorki þeir né afkomendur þeirra fengið að snúa heim aftur. Ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem gerðar voru á hverju ári frá 1949, um rétt flóttafólks til að snúa heim aftur, breyttu engu þar um. Stríð gegn börnum Það er líka löngu ljóst að markmið hernaðaraðgerða Ísraels á Gaza er ekki hefnd né sú yfirlýsta stefna að útrýma Hamassamtökunum. Þeir hafa kallað þetta stríð gegn Hamas, en hverjum manni er ljóst að þetta er stríð gegn börnum. Nú þegar langt yfir 100 þúsund manns hafa særst eða verið drepin, þá liggur fyrir að meira en tveir þriðju eru börn og mæður. Af tæplega 33 þúsund manns sem fallið hafa fyrir sprengjum og skotum Ísraelshers eru meira en 14 þúsund börn. Þá eru ekki talin meira en 7000 manns þar á meðal ekki færri en þrjú þúsund börn sem eru enn grafin í rústum. Ekkert þeirra fjórtán þúsund barna sem myrt hafa verið af Ísraelsher hafa neitt með Hamas-samtökin að gera. Markmiðið er þjóðernishreinsun Það mega þessir fjöldamorðingjar í Tel Aviv og Jerúsalem eiga, að þeir eru ekkert að fela markmið sín með útrýmingarherferðinni á Gazaströnd. Endanlegt markmið er að hreinsa Gazaströnd af palestínskum íbúum. Herinn fyrirskipaði íbúum Gazaborgar að tæma borgina og leita sér skjóls sunnar á ströndinni. Sama gilti um Jabaliya og aðrar byggðir í norðurhlutanum. Flestir hlýddu og nú er talin vera um 1.5 milljón flóttafólks (displaced persons) í og í kringum Rafah sem er syðsta borgin og liggur að Egyptalandi. Fólkinu hafði í fyrstu verið talin trú um að borgin Khan Younis, sem er nokkru norðar en Rafah, yrði öruggt svæði. Fljótt kom í ljós að hún var það ekki frekar en aðrir staðir og hundruðir þúsunda héldu þaðan og sunnar á bóginn. Ekkert svæði er öruggt á Gaza og þótt dauðinn og eyðileggingin séu mest æpandi norður frá, þá eru loftárásir, eldflauga-, sprengju- og stórskotaárásir skriðdreka linnulausar í öllu landinu, líka á Rafah. Ísraelsstjorn telur ekki nauðsynlegt að drepa hvert einasta mannsbarn til að ná markmiðum sínum. Hún benti á lausn fyrir íbúana sem væri að flýja yfir í eyðimörkina á Sinaískaga og setja upp flóttmannabúðir í Egyptalandi. Stjórnin í Kairó hefur hafnað þessu, vill ekki aðstoða Ísraelsmenn í þjóðhreinsuninni, enda ljóst af reynslunni að palestínskt flóttafólk á aldrei afturkvæmt til heimkynna sinna. Hryðjuverk og hernám grundvöllur Ísraels Þjóðhreinsunarstefnan er ekki ný af nálinni. Fyrsti forsætisráðherra Ísraels, Davíð Ben-Gurion talaði fyrir því í ræðum og riti að hreinsa þyrfti til í Palestínu til að skapa rými fyrir Gyðingaríkið. Hann stýrði hryðjuverkasveitum áður en hann varð forsætisráherra einsog fleiri leiðtogar Ísraels. Þær hröktu Breta og helming palestínsku þjóðarinnar úr landi. Ísraelsríki var stofnað með hernámi 1948 sem fullkomnað var með Sex daga stríðinu 1967. Þá var allt landið lagt undir Ísrael og meira til. Sameinuðu þjóðirnar hafa allt frá 1967 krafið Ísrael um að skila landinu sem hernumið var þá. Oslóarsamkomulagið 1993 gekk út á svokallaða tveggja ríkja lausn en þáverandi forsætisráðherra sem undirritaði það ásamt Arafat forseta Palestínu, galt fyrir með lífi sínu. Hann átti ekki betra skilið að mati Netanyahu, sem nánast dæmdi hann til dauða en Rabin forsætisráðherra var myrtur á útifundi. Ekkjan óskaði þess að Netanyahu léti ekki sjá sig við útförina. Að mati Netanyahu var Oslóarsamkomulagið svikasátt, gagnvart gyðingaþjóðinni og Guði sem gefið hafði henni alla Palestínu. Engu skyldi skilað til Palestínumanna. Hverfa úr landi eða deyja En landránið segir alla söguna. Þvert ofan í alþjóðalög hefur Ísraelstjórn flutt fólk inn á herteknu svæðin á Vesturbakkanum, meira en hálfa milljón manns. Stuðlað er að landráni og landránsbyggðum sem fjölgar og vaxa stöðugt þannig að sum staðar eru komnar borgir. Landránið á Vesturbakkanum hefur stöðgt haldið áfram án tillits til hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. Nú er ríkisstjórn við völd í Ísrael og ráðherrar í æðstu embættum sem ekkert fara í felur með stefnu sína og áform. Í augum nánastu samstarfsmanna Netanyahus, Ben Kvir og Smootrich, eiga Palestínumenn engan rétt í sínu landi. Í raun eiga þeir þrjá kosti, að vera þægt og réttlaust þjónustufólk, einsog asískt verkafólk er víða í arabaríkjum; hverfa úr landi eða deyja. Útrýmingarherferðin á Gaza býður aðeins upp á tvo síðastnefndu kostina, að hverfa úr landi eða deyja. Enn sem komið er býðst aðeins dauðinn, því að það er enginn leið til að komast burt. Undantekningarnar eru stöku einstaklingar og fjölskyldur sem sleppa út í gegnum Egyptaland með háum greiðslum eða fyrir sérstaka fyrirgreiðslu einsog hópurinn sem kom til Íslands nýverið. En þetta er ekki nema brot af þeim 2.3 milljónum íbúa sem eru enn á lífi á Gazaströndinni. Hryllileg aðkoma að Al Shifa sjúkrahúsinu Tortímingarherferð Ísraels gegn börnum, mæðrum, öllum íbúum og allri byggð á Gazasvæðinu birtist enn í fréttum að morgni annars páskadags, þegar Ísraelsher dró sig til baka frá Al Shifa sjúkrahúsinu eftir 15 daga umsátur og árásir á sjúkrahúsið. Herinn sagði sjálfur hafa fellt meira en 200 manns, seinni tölur eru yfir 400 manns drepnir og 800 handteknnir. Í engum stríðsátökum hafa eins margir læknar og heilbrigðisstarfsfólk verið drepið einsog á þessu hálfa ári á Gaza. Sama á við um blaðamenn og fréttafólk. Aðkoman í morgun var hryllileg. Lík lágu á víð og dreif, öll með bundið fyrir augu og hendur bundnar fyrir aftan bak, aftökur í kjölfar pyntinga. Fyrir utan byggingarnar lágu líka lík en þær hafa allar verið gjöreyðilagðar sem og lækningatæki, og kveikt í öllu. Ekki var haft fyrir því að taka alla af lífi, heldur voru sumir grafnir lifandi af skriðdrekum sem krömdu menn til bana og jarðýtum sem skófluðu yfir, að einhverju leyti til að fela ummerki. Minnir á Víetnamstríðið Þessi hryllingur sýnir enn og aftur gjörsamlega ómennska framgöngu Ísraelshers og ráðamanna í Ísrael. Það er margt sem minnir á Víetnamstríðið í framferði Ísraels. Gjöreyðingarstríð Bandaríkjahers, grimmdarlegur lofthernaður gegn óbreyttum íbúum, „teppalagning“ með loftárásum. Ein hliðin á þessum hernaði er síðan sú eyðilegging sem fram fer á því unga fólki sem framkvæmir ódæðisverkin. Hvernig getur fólk tekið þátt í stríði sem fyrst og fremst bitnar á börnum, án þess að eyðileggja sjálft sig? Í Víetnamstríðinu voru lang flestir bandarísku hermannanna meira og minna undir áhrifum eiturlyfja og vímuefna. Hundruð þúsunda þeirra náðu sér aldrei eftir herþjónustuna í Víetnam. Líklegt er að sama megi segja um ísraelsku hermennina. Í því ljósi er auðveldara að skilja dómgreindarleysi þeirra sem kampakátir hafa verið að dreifa myndum og myndböndum á netinu af óhugnanlegum ódæðisverkum sem þeir hreykja sér af. Tvískinningur Bandaríkjaforseta Vika er liðin síðan Öryggisráði SÞ tókst loks að samþykkja ályktun um tafarlaust vopnahlé, að gíslum yrði sleppt og mannúðaraðstoð hleypt í gegn. En ekkert gerist, Bandaríkjastjórn og Vesturveldin styðja Ísrael og halda áfram að senda þeim sprengjur og stríðsvélar í stórum stíl. Það er ömurlegt að hlusta á tvískinnunginn hjá Bandaríkjaforseta og fleirum sem tala um að mannfallið sé orðið of mikið og það þurfi að hleypa inn miklu meiri mannnúðaraðstoð, en styðja Ísrael í stríðsrekstrinum og gera ekkert raunhæft til að stöðva þjóðarmorðið. Þótt ekki væri nema að stöðva vopnasendingar eða í það minnsta skilyrða þær. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna, eftirlitsaðilar, samtök einsog Barnahjálpin UNICEF, Save the Children, mannréttindasamtök og ótal önnur tala einum rómi um að stríðsrekstur Ísraels á Gaza líkist engu öðru. Óhugnaðurinn er þvílíkur að menn mega vart mæla. Stöðva verði þjóðarmorðið án tafar. Sulturinn farinn að bíta af alvöru Auk fullkomnustu vopna til manndrápa, greip Ísraelsstsjórn til annars vopns sem farið er að bíta. Frá fyrsta degi hernaðarins lýsti hermálaráðherra því yfir að nú yrði lokað á allt; ekkert vatn til Gaza, engin matvæli, ekkert rafmagn og ekkert eldsneyti. Með loftárásum, eldflaugum og sprengjuárásum hafa flest íbúðarhús verið eyðilögð, flestir skólar, moskur og kirkjur, heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús, af 36 eru 6 enn starfandi að hluta til. Mikilvægasta sjúkrahúsið, Al Shifa, með fullkominni deildaskiptingu var endanlega eyðilagt á síðustu tveimur vikum, þannig að ekki verður hægt að gera við það. Verkin tala. Það er ljóslega verið að gjöreyða lífi og lífsmöguleikum fólks á Gazasvæðinu. Fólkið hefur búið við skort á öllum sviðum, þar á meðal lyfja, í hálft ár ofan í innilokun herkvíarinnar sem staðið hefur í 17 ár. Nú er sulturinn, úthugsað vopn Ísraelsstjórnar, farinn að bíta verulega með vaxandi dánarfjölda, ekki síst ungra barna. Má ekki gera kröfu til þess að ríkisstjórn Íslands taki sig nú á og fordæmi alfarið stríðsrekstur Ísraels á Gaza, slíti stjórnmálasambandi og hvers kyns viðskiptum við Ísraelsríki þar til bundinn er endir á hryllinginn? Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir, heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er ekki auðvelt að koma orðum að þeim hryllingi á Gazaströnd sem heimurinn hefur nú horft upp á í hálft ár. Milljónir manna um heim allan hafa mótmælt þjóðarmorðinu og loks hefur Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tekist að samþykkja ályktun þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés og að neyðaraðstoð sé hleypt inn á svæðið hindranalaust, jafnframt því að föngum og gíslum sé sleppt. Bandaríkjastjórn lét Ísrael ekki ráða atkvæði sínu þessu sinni, heldur sat hjá. Öll önnur ríki greiddu atkvæði með vopnahléi. Það er ekki einsog þetta breyti miklu fyrir fólkið á Gaza. Ályktanir Sameinuðu þjóðanna hægja ekki á morðæði Ísraelshers. Það er löngu ljóst orðið að Ísraelsstjórn telur sig hafna yfir lög og rétt, hún brýtur alþjóðalög og samninga eftir sínum hentugleikum og hlítir í engu úrskurðum og fyrirmælum Alþjóðadómstólsins. Ísraelsríki byggði frá upphafi á þjóðernishreinsunum, en við tilurð Ísraelsríkis hraktist helmingur palestínsku íbúanna frá heimkynnum sínum og hafa hvorki þeir né afkomendur þeirra fengið að snúa heim aftur. Ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem gerðar voru á hverju ári frá 1949, um rétt flóttafólks til að snúa heim aftur, breyttu engu þar um. Stríð gegn börnum Það er líka löngu ljóst að markmið hernaðaraðgerða Ísraels á Gaza er ekki hefnd né sú yfirlýsta stefna að útrýma Hamassamtökunum. Þeir hafa kallað þetta stríð gegn Hamas, en hverjum manni er ljóst að þetta er stríð gegn börnum. Nú þegar langt yfir 100 þúsund manns hafa særst eða verið drepin, þá liggur fyrir að meira en tveir þriðju eru börn og mæður. Af tæplega 33 þúsund manns sem fallið hafa fyrir sprengjum og skotum Ísraelshers eru meira en 14 þúsund börn. Þá eru ekki talin meira en 7000 manns þar á meðal ekki færri en þrjú þúsund börn sem eru enn grafin í rústum. Ekkert þeirra fjórtán þúsund barna sem myrt hafa verið af Ísraelsher hafa neitt með Hamas-samtökin að gera. Markmiðið er þjóðernishreinsun Það mega þessir fjöldamorðingjar í Tel Aviv og Jerúsalem eiga, að þeir eru ekkert að fela markmið sín með útrýmingarherferðinni á Gazaströnd. Endanlegt markmið er að hreinsa Gazaströnd af palestínskum íbúum. Herinn fyrirskipaði íbúum Gazaborgar að tæma borgina og leita sér skjóls sunnar á ströndinni. Sama gilti um Jabaliya og aðrar byggðir í norðurhlutanum. Flestir hlýddu og nú er talin vera um 1.5 milljón flóttafólks (displaced persons) í og í kringum Rafah sem er syðsta borgin og liggur að Egyptalandi. Fólkinu hafði í fyrstu verið talin trú um að borgin Khan Younis, sem er nokkru norðar en Rafah, yrði öruggt svæði. Fljótt kom í ljós að hún var það ekki frekar en aðrir staðir og hundruðir þúsunda héldu þaðan og sunnar á bóginn. Ekkert svæði er öruggt á Gaza og þótt dauðinn og eyðileggingin séu mest æpandi norður frá, þá eru loftárásir, eldflauga-, sprengju- og stórskotaárásir skriðdreka linnulausar í öllu landinu, líka á Rafah. Ísraelsstjorn telur ekki nauðsynlegt að drepa hvert einasta mannsbarn til að ná markmiðum sínum. Hún benti á lausn fyrir íbúana sem væri að flýja yfir í eyðimörkina á Sinaískaga og setja upp flóttmannabúðir í Egyptalandi. Stjórnin í Kairó hefur hafnað þessu, vill ekki aðstoða Ísraelsmenn í þjóðhreinsuninni, enda ljóst af reynslunni að palestínskt flóttafólk á aldrei afturkvæmt til heimkynna sinna. Hryðjuverk og hernám grundvöllur Ísraels Þjóðhreinsunarstefnan er ekki ný af nálinni. Fyrsti forsætisráðherra Ísraels, Davíð Ben-Gurion talaði fyrir því í ræðum og riti að hreinsa þyrfti til í Palestínu til að skapa rými fyrir Gyðingaríkið. Hann stýrði hryðjuverkasveitum áður en hann varð forsætisráherra einsog fleiri leiðtogar Ísraels. Þær hröktu Breta og helming palestínsku þjóðarinnar úr landi. Ísraelsríki var stofnað með hernámi 1948 sem fullkomnað var með Sex daga stríðinu 1967. Þá var allt landið lagt undir Ísrael og meira til. Sameinuðu þjóðirnar hafa allt frá 1967 krafið Ísrael um að skila landinu sem hernumið var þá. Oslóarsamkomulagið 1993 gekk út á svokallaða tveggja ríkja lausn en þáverandi forsætisráðherra sem undirritaði það ásamt Arafat forseta Palestínu, galt fyrir með lífi sínu. Hann átti ekki betra skilið að mati Netanyahu, sem nánast dæmdi hann til dauða en Rabin forsætisráðherra var myrtur á útifundi. Ekkjan óskaði þess að Netanyahu léti ekki sjá sig við útförina. Að mati Netanyahu var Oslóarsamkomulagið svikasátt, gagnvart gyðingaþjóðinni og Guði sem gefið hafði henni alla Palestínu. Engu skyldi skilað til Palestínumanna. Hverfa úr landi eða deyja En landránið segir alla söguna. Þvert ofan í alþjóðalög hefur Ísraelstjórn flutt fólk inn á herteknu svæðin á Vesturbakkanum, meira en hálfa milljón manns. Stuðlað er að landráni og landránsbyggðum sem fjölgar og vaxa stöðugt þannig að sum staðar eru komnar borgir. Landránið á Vesturbakkanum hefur stöðgt haldið áfram án tillits til hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. Nú er ríkisstjórn við völd í Ísrael og ráðherrar í æðstu embættum sem ekkert fara í felur með stefnu sína og áform. Í augum nánastu samstarfsmanna Netanyahus, Ben Kvir og Smootrich, eiga Palestínumenn engan rétt í sínu landi. Í raun eiga þeir þrjá kosti, að vera þægt og réttlaust þjónustufólk, einsog asískt verkafólk er víða í arabaríkjum; hverfa úr landi eða deyja. Útrýmingarherferðin á Gaza býður aðeins upp á tvo síðastnefndu kostina, að hverfa úr landi eða deyja. Enn sem komið er býðst aðeins dauðinn, því að það er enginn leið til að komast burt. Undantekningarnar eru stöku einstaklingar og fjölskyldur sem sleppa út í gegnum Egyptaland með háum greiðslum eða fyrir sérstaka fyrirgreiðslu einsog hópurinn sem kom til Íslands nýverið. En þetta er ekki nema brot af þeim 2.3 milljónum íbúa sem eru enn á lífi á Gazaströndinni. Hryllileg aðkoma að Al Shifa sjúkrahúsinu Tortímingarherferð Ísraels gegn börnum, mæðrum, öllum íbúum og allri byggð á Gazasvæðinu birtist enn í fréttum að morgni annars páskadags, þegar Ísraelsher dró sig til baka frá Al Shifa sjúkrahúsinu eftir 15 daga umsátur og árásir á sjúkrahúsið. Herinn sagði sjálfur hafa fellt meira en 200 manns, seinni tölur eru yfir 400 manns drepnir og 800 handteknnir. Í engum stríðsátökum hafa eins margir læknar og heilbrigðisstarfsfólk verið drepið einsog á þessu hálfa ári á Gaza. Sama á við um blaðamenn og fréttafólk. Aðkoman í morgun var hryllileg. Lík lágu á víð og dreif, öll með bundið fyrir augu og hendur bundnar fyrir aftan bak, aftökur í kjölfar pyntinga. Fyrir utan byggingarnar lágu líka lík en þær hafa allar verið gjöreyðilagðar sem og lækningatæki, og kveikt í öllu. Ekki var haft fyrir því að taka alla af lífi, heldur voru sumir grafnir lifandi af skriðdrekum sem krömdu menn til bana og jarðýtum sem skófluðu yfir, að einhverju leyti til að fela ummerki. Minnir á Víetnamstríðið Þessi hryllingur sýnir enn og aftur gjörsamlega ómennska framgöngu Ísraelshers og ráðamanna í Ísrael. Það er margt sem minnir á Víetnamstríðið í framferði Ísraels. Gjöreyðingarstríð Bandaríkjahers, grimmdarlegur lofthernaður gegn óbreyttum íbúum, „teppalagning“ með loftárásum. Ein hliðin á þessum hernaði er síðan sú eyðilegging sem fram fer á því unga fólki sem framkvæmir ódæðisverkin. Hvernig getur fólk tekið þátt í stríði sem fyrst og fremst bitnar á börnum, án þess að eyðileggja sjálft sig? Í Víetnamstríðinu voru lang flestir bandarísku hermannanna meira og minna undir áhrifum eiturlyfja og vímuefna. Hundruð þúsunda þeirra náðu sér aldrei eftir herþjónustuna í Víetnam. Líklegt er að sama megi segja um ísraelsku hermennina. Í því ljósi er auðveldara að skilja dómgreindarleysi þeirra sem kampakátir hafa verið að dreifa myndum og myndböndum á netinu af óhugnanlegum ódæðisverkum sem þeir hreykja sér af. Tvískinningur Bandaríkjaforseta Vika er liðin síðan Öryggisráði SÞ tókst loks að samþykkja ályktun um tafarlaust vopnahlé, að gíslum yrði sleppt og mannúðaraðstoð hleypt í gegn. En ekkert gerist, Bandaríkjastjórn og Vesturveldin styðja Ísrael og halda áfram að senda þeim sprengjur og stríðsvélar í stórum stíl. Það er ömurlegt að hlusta á tvískinnunginn hjá Bandaríkjaforseta og fleirum sem tala um að mannfallið sé orðið of mikið og það þurfi að hleypa inn miklu meiri mannnúðaraðstoð, en styðja Ísrael í stríðsrekstrinum og gera ekkert raunhæft til að stöðva þjóðarmorðið. Þótt ekki væri nema að stöðva vopnasendingar eða í það minnsta skilyrða þær. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna, eftirlitsaðilar, samtök einsog Barnahjálpin UNICEF, Save the Children, mannréttindasamtök og ótal önnur tala einum rómi um að stríðsrekstur Ísraels á Gaza líkist engu öðru. Óhugnaðurinn er þvílíkur að menn mega vart mæla. Stöðva verði þjóðarmorðið án tafar. Sulturinn farinn að bíta af alvöru Auk fullkomnustu vopna til manndrápa, greip Ísraelsstsjórn til annars vopns sem farið er að bíta. Frá fyrsta degi hernaðarins lýsti hermálaráðherra því yfir að nú yrði lokað á allt; ekkert vatn til Gaza, engin matvæli, ekkert rafmagn og ekkert eldsneyti. Með loftárásum, eldflaugum og sprengjuárásum hafa flest íbúðarhús verið eyðilögð, flestir skólar, moskur og kirkjur, heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús, af 36 eru 6 enn starfandi að hluta til. Mikilvægasta sjúkrahúsið, Al Shifa, með fullkominni deildaskiptingu var endanlega eyðilagt á síðustu tveimur vikum, þannig að ekki verður hægt að gera við það. Verkin tala. Það er ljóslega verið að gjöreyða lífi og lífsmöguleikum fólks á Gazasvæðinu. Fólkið hefur búið við skort á öllum sviðum, þar á meðal lyfja, í hálft ár ofan í innilokun herkvíarinnar sem staðið hefur í 17 ár. Nú er sulturinn, úthugsað vopn Ísraelsstjórnar, farinn að bíta verulega með vaxandi dánarfjölda, ekki síst ungra barna. Má ekki gera kröfu til þess að ríkisstjórn Íslands taki sig nú á og fordæmi alfarið stríðsrekstur Ísraels á Gaza, slíti stjórnmálasambandi og hvers kyns viðskiptum við Ísraelsríki þar til bundinn er endir á hryllinginn? Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir, heiðursborgari í Palestínu.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun