Fótbolti

Al­fons aftur í byrjunarliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfons Sampsted var í byrjunarliðinu hjá Twente en fékk þó bara að spila einn hálfleik.
Alfons Sampsted var í byrjunarliðinu hjá Twente en fékk þó bara að spila einn hálfleik. Getty/Raymond Smit

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan í janúar þegar Twente vann 1-0 heimasigur á Heracles.

Twente er áfram í þriðja sæti deildarinnar nú níu stigum frá Feyenoord sem situr í öðru sætinu.

Alfons var hafði ekki byrjað deildarleik síðan á móti Feynenoord 28. janúar. Síðan þá hafði hann komið tvisvar inn á sem varamaður en verið fimm sinnum ónotaður varamaður.

Hann kom aftur til Twente eftir landsliðsverkefnið og fór beint í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Joseph Oosting.

Alfons var reyndar tekinn af velli í hálfleik þegar enn var markalaust en Twente komst í 1-0 eftir níu mínútna leik í seinni hálfleiknum. Myron Boadu skoraði markið. Það reyndist vera ein mark leiksins.

Alfons bjó til eitt færi fyrir liðsfélaga sína og 23 af 27 sendingum hans í leiknum heppnuðust. Hann kom 42 sinnum við boltann og átti þrjár sendingar inn á síðasta þriðjungi vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×