„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 20:24 Dóra Tynes telur langt í að kaup Landsbankans á TM muni ganga í gegn vegna rannsóknar EFTA á kaupunum. Stöð 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira