Dimmt yfir orkuspám Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. mars 2024 11:00 Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun