Dimmt yfir orkuspám Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. mars 2024 11:00 Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar