Fengu fullkomið veður við áratugalanga hefð í Hvalfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2024 19:31 Kristín Einarsdóttir er öllu vön við kræklingatínslu. Í skottinu á bílnum voru stólar og borð. Allt til alls. Vísir/Kolbeinn Tumi Sólin hefur skinið skært á suðvesturhorninu í dag og margir nýttu góða veðrið í útiveru. Þar á meðal ferðalangar í Hvalfirði sem tíndu krækling í fjörunni á meðan þeir fylltu á D-vítamín tankinn. Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað. Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað.
Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira