Enski boltinn

Slæmt gengi Refanna heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jamie Vardy og félagar töpuðu enn og aftur í dag.
Jamie Vardy og félagar töpuðu enn og aftur í dag. Ryan Hiscott/Getty Images

Eftir að hafa verið á toppi ensku B-deildarinnar frá upphafi tímabils virðist sem Leicester City ætli ekki að takast að taka síðasta skrefið. Liðið tapaði 1-0 fyrir Bristol City í dag.

Refirnir frá Leicester féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en framan af leiktíð stefndi allt í að liðið myndi fljúga upp á nýjan leik. 

Nú þegar líða fer að lokum er annað hljóð í strokknum en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Leicester mátti þola 1-0 tap gegn Bristol City í dag þökk sé marki Anis Mehmeti á 73. mínútu.

Refirnir eru vissulega enn með jafn mörg stig og topplið Leeds United eða 82 að loknum 38 umferðum. Ipswich Town er hins vegar aðeins stigi á eftir og þá gæti Southampton komið aftan að toppliðunum tveimur en enn eru 8 umferðir eftir af ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×