Innlent

Ógnaði dyra­verði skemmti­staðar með hníf

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni hjá lögreglu í nótt.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt.

Í fréttaskeyti lögreglunnar kemur fram að þegar lögreglu bar að garði væri búið að afvopna aðilann, sem var síðan handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar var hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Að öðru leyti virðist nóttin hafa verið nokkuð róleg hjá lögreglunni ef marka má fréttaskeytið. Lögreglumenn á lögreglustöð tvö, sem þjónustar Hafnarfjörð og Garðabæ, stöðvuðu tvo ökumenn grunaða um akstur undur áhrifum áfengis. Báðir voru lausir eftir hefðbundið ferli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×