Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-Keflavík 78-61 | Bikarmeistararnir bakaðir í Smáranum Siggeir Ævarsson skrifar 27. mars 2024 23:07 Sarah Mortensen setti 20 stig í kvöld Vísir / Pawel Cieslikiewicz Keflavíkurkonur hafa unnið tvo titla á stuttum tíma og í kvöld heimsóttu deildar- og bikarmeistararnir Grindavíkurkonur í Smárann í fyrsta leik sínum eftir sigurinn í Laugardalshöllinni. Keflvíkingar voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og höfðu því í raun ekki að neinu að keppa nema auðvitað stoltinu. Það virtist þó mögulega hafa gleymst heima í Reykjanesbæ eftir bikarfögnuðinn um helgina. Leikurinn var í járnum til að byrja með en Keflavík leiddi með einu stig, 20-21, eftir fyrsta leikhlutann sem Anna Ingunn Svansdóttir lokaði með löngum þristi. Eftir það tóku Grindvíkingar hreinlega öll völd á vellinum. Þær hófu 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi og var leikurinn í raun aldrei spennandi eftir það. Það er í raun frá fáu markverðu að segja úr seinni hálfleik. Grindavíkurkonur héldu sínu striki og spiluðu stífa vörn og fátt gekk upp sóknarlega hjá Keflavík. Það er stundum talað um „bikarþynnku“ af gárungunum og mögulega var hún til staðar hjá Keflavík í kvöld. Sóknarlega sáust sjaldséðir hlutir, Emelía átti til dæmis tvö sniðskot sem voru alltof stutt og þá smellti Sara Rún einu skoti úr horninu í hliðina á spjaldinu. Keflvíkingar langt frá sínu besta í kvöld en það verður ekki af Grindvíkingum tekið að þær spiluðu virkilega góða vörn, lokuðu á margt sem Keflvíkingar reyndu og það skóp sigurinn. Af hverju vann Grindavík? Það var vörnin sem skóp þennan sigur hjá Grindavík að mati Þorleifs Ólafssonar þjálfara Grindavíkur og blaðamaður getur tekið heilshugar undir það. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez átti sallafínan leik fyrir Grindavík og bauð upp á þrefalda tvennu. 13 stig, 13 fráköst og tíu stoðsendingar. Sarah Mortensen var stigahæst allra á vellinum í kvöld með 20 stig og bætti við níu fráköstum. Hjá Keflavík hóf Birna Benónýsdóttir leikinn af miklum krafti og skoraði tólf af 21 stigi Keflavíkur í 1. leikhluta, en skoraði svo bara fjögur stig til viðbótar í strangri gæslu Grindavíkurkvenna. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga einn leik eftir í deildarkeppninni. Grindavík er í harði samkeppni við Njarðvík um 2. sætið í deildinni en bæði lið hafa unnið 16 leiki. Grindavík heimsækir Stjörnuna þann 3. apríl og sama kvöld tekur Keflavík á móti Njarðvík Sverrir Þór: „Við ógnuðum eiginlega aldrei almennilega“ Sverrir Þór ósáttur á hliðarlínunni fyrr í vetur. Hann var ekkert hoppandi kátur í dag heldur og uppskar á einum tímapunkti tæknivillu fyrir tuðVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, skrifaði tapið í kvöld fyrst og fremst á góða frammistöðu andstæðinganna. „Eigum við ekki að segja bara að Grindavík var bara að spila rosalega vel. Voru greinilega, eftir bikarvonbrigðin, virkilega á tánum og spiluðu vel. Við hittum illa sem gerði það að verkum að það var erfitt fyrir okkur að komast inn í leikinn eftir að við misstum þær aðeins fram úr. Við vorum að fá fín skot en hittum mjög illa. Við ógnuðum eiginlega aldrei almennilega. Ég ætla ekki að fara að klína einhverju á eitthvað hjá okkur. Grindavík gerði bara virkilega vel og átti þennan sigur fyllilega skilið.“ Sverrir gaf lítið fyrir það að leikurinn hefði í raun ekki skipt Keflvíkinga máli þar sem deildarmeistaratitillinn er í höfn. „Þær voru bara tilbúnar, gerðu vel og unnu sannfærandi. Þú vilt alltaf vinna alla leiki sem þú spilar. En auðvitað er það misjafnt oft á hverjum tímapunkti hversu hungrið er mikið. Við komum hérna og ætluðum að gera allt til að ná í þessi tvö stig. En það tókst ekki og við snúum okkur að næsta leik.“ Keflavík hefur aðeins tapað þremur leikjum í vetur og Sverrir sagðist ekki missa mikinn svefn yfir að hafa tapað þessum. „Ég fer ekkert með þungar áhyggjur. Við vitum að við getum gert mikið betur. Það er ekki hægt að vinna alla leiki. Við erum búnar að vinna helvíti marga. Við erum búnar að vinna marga stóra leiki. Við þurfum bara að svara aftur í næsta leik ef við erum að tapa. Við eigum hörkuleik eftir viku og við þurfum bara að mæta mikið tilbúnari en við vorum núna og gera mikið betur til að sækja sigur þar.“ Danielle Rodriguez: „Vonandi eigum við tvo mánuði enn eftir af körfubolta“ Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna Subway-deildarinnar í vetur.Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur, var líkt og Þorleifur þjálfari hennar, nokkuð jarðtengd þrátt fyrir að hafa unnið deildarmeistarana með yfirburðum í kvöld. Aðspurð viðurkenndi hún þó að þessi sigur væri góður fyrir sjálfstraustið og að liðið væri að ná áttum eftir skellinn í bikarnum. „Þessi sigur sýndi svart á hvítu að við dveljum ekki við tapið [á móti Þór í bikarnum] og við bættum okkur frá þeim leik. Við gátum ekki leyft okkur að láta þann leik vera einhvern endapunkt á tímabilinu því að vonandi eigum við tvo mánuði enn eftir af körfubolta sem við þurfum að spila.“ „Þær [Keflavík] eru samt ennþá frábært lið. Þær hittu illa í dag úr skotum sem þær eru vanalega að setja. En þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið í okkar liði. Nú er einn leikur eftir áður en úrslitakeppnin hefst og það væri gott að komast aftur á skrið áður en hún hefst.“ Dani hlóð í þrefalda tvennu í dag en síðasta stoðsendingin kom ekki fyrr en í blálokin. Dani sagði að hún væri ekkert að velta því fyrir sér í hita leiksins hvernig tölfræðin liti út og hún hefði ekki vitað það fyrr en eftir á að hún hefði náð þrefaldri tvennu. „Ég spila bara minn leik. Ég veit ekkert um tölfræðina fyrr en einhver segir mér frá því eftir leik. Ég er bara þakklát fyrir að liðsfélagar mínir hafi sett skotin sín í dag.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF
Keflavíkurkonur hafa unnið tvo titla á stuttum tíma og í kvöld heimsóttu deildar- og bikarmeistararnir Grindavíkurkonur í Smárann í fyrsta leik sínum eftir sigurinn í Laugardalshöllinni. Keflvíkingar voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og höfðu því í raun ekki að neinu að keppa nema auðvitað stoltinu. Það virtist þó mögulega hafa gleymst heima í Reykjanesbæ eftir bikarfögnuðinn um helgina. Leikurinn var í járnum til að byrja með en Keflavík leiddi með einu stig, 20-21, eftir fyrsta leikhlutann sem Anna Ingunn Svansdóttir lokaði með löngum þristi. Eftir það tóku Grindvíkingar hreinlega öll völd á vellinum. Þær hófu 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi og var leikurinn í raun aldrei spennandi eftir það. Það er í raun frá fáu markverðu að segja úr seinni hálfleik. Grindavíkurkonur héldu sínu striki og spiluðu stífa vörn og fátt gekk upp sóknarlega hjá Keflavík. Það er stundum talað um „bikarþynnku“ af gárungunum og mögulega var hún til staðar hjá Keflavík í kvöld. Sóknarlega sáust sjaldséðir hlutir, Emelía átti til dæmis tvö sniðskot sem voru alltof stutt og þá smellti Sara Rún einu skoti úr horninu í hliðina á spjaldinu. Keflvíkingar langt frá sínu besta í kvöld en það verður ekki af Grindvíkingum tekið að þær spiluðu virkilega góða vörn, lokuðu á margt sem Keflvíkingar reyndu og það skóp sigurinn. Af hverju vann Grindavík? Það var vörnin sem skóp þennan sigur hjá Grindavík að mati Þorleifs Ólafssonar þjálfara Grindavíkur og blaðamaður getur tekið heilshugar undir það. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez átti sallafínan leik fyrir Grindavík og bauð upp á þrefalda tvennu. 13 stig, 13 fráköst og tíu stoðsendingar. Sarah Mortensen var stigahæst allra á vellinum í kvöld með 20 stig og bætti við níu fráköstum. Hjá Keflavík hóf Birna Benónýsdóttir leikinn af miklum krafti og skoraði tólf af 21 stigi Keflavíkur í 1. leikhluta, en skoraði svo bara fjögur stig til viðbótar í strangri gæslu Grindavíkurkvenna. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga einn leik eftir í deildarkeppninni. Grindavík er í harði samkeppni við Njarðvík um 2. sætið í deildinni en bæði lið hafa unnið 16 leiki. Grindavík heimsækir Stjörnuna þann 3. apríl og sama kvöld tekur Keflavík á móti Njarðvík Sverrir Þór: „Við ógnuðum eiginlega aldrei almennilega“ Sverrir Þór ósáttur á hliðarlínunni fyrr í vetur. Hann var ekkert hoppandi kátur í dag heldur og uppskar á einum tímapunkti tæknivillu fyrir tuðVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, skrifaði tapið í kvöld fyrst og fremst á góða frammistöðu andstæðinganna. „Eigum við ekki að segja bara að Grindavík var bara að spila rosalega vel. Voru greinilega, eftir bikarvonbrigðin, virkilega á tánum og spiluðu vel. Við hittum illa sem gerði það að verkum að það var erfitt fyrir okkur að komast inn í leikinn eftir að við misstum þær aðeins fram úr. Við vorum að fá fín skot en hittum mjög illa. Við ógnuðum eiginlega aldrei almennilega. Ég ætla ekki að fara að klína einhverju á eitthvað hjá okkur. Grindavík gerði bara virkilega vel og átti þennan sigur fyllilega skilið.“ Sverrir gaf lítið fyrir það að leikurinn hefði í raun ekki skipt Keflvíkinga máli þar sem deildarmeistaratitillinn er í höfn. „Þær voru bara tilbúnar, gerðu vel og unnu sannfærandi. Þú vilt alltaf vinna alla leiki sem þú spilar. En auðvitað er það misjafnt oft á hverjum tímapunkti hversu hungrið er mikið. Við komum hérna og ætluðum að gera allt til að ná í þessi tvö stig. En það tókst ekki og við snúum okkur að næsta leik.“ Keflavík hefur aðeins tapað þremur leikjum í vetur og Sverrir sagðist ekki missa mikinn svefn yfir að hafa tapað þessum. „Ég fer ekkert með þungar áhyggjur. Við vitum að við getum gert mikið betur. Það er ekki hægt að vinna alla leiki. Við erum búnar að vinna helvíti marga. Við erum búnar að vinna marga stóra leiki. Við þurfum bara að svara aftur í næsta leik ef við erum að tapa. Við eigum hörkuleik eftir viku og við þurfum bara að mæta mikið tilbúnari en við vorum núna og gera mikið betur til að sækja sigur þar.“ Danielle Rodriguez: „Vonandi eigum við tvo mánuði enn eftir af körfubolta“ Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna Subway-deildarinnar í vetur.Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur, var líkt og Þorleifur þjálfari hennar, nokkuð jarðtengd þrátt fyrir að hafa unnið deildarmeistarana með yfirburðum í kvöld. Aðspurð viðurkenndi hún þó að þessi sigur væri góður fyrir sjálfstraustið og að liðið væri að ná áttum eftir skellinn í bikarnum. „Þessi sigur sýndi svart á hvítu að við dveljum ekki við tapið [á móti Þór í bikarnum] og við bættum okkur frá þeim leik. Við gátum ekki leyft okkur að láta þann leik vera einhvern endapunkt á tímabilinu því að vonandi eigum við tvo mánuði enn eftir af körfubolta sem við þurfum að spila.“ „Þær [Keflavík] eru samt ennþá frábært lið. Þær hittu illa í dag úr skotum sem þær eru vanalega að setja. En þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið í okkar liði. Nú er einn leikur eftir áður en úrslitakeppnin hefst og það væri gott að komast aftur á skrið áður en hún hefst.“ Dani hlóð í þrefalda tvennu í dag en síðasta stoðsendingin kom ekki fyrr en í blálokin. Dani sagði að hún væri ekkert að velta því fyrir sér í hita leiksins hvernig tölfræðin liti út og hún hefði ekki vitað það fyrr en eftir á að hún hefði náð þrefaldri tvennu. „Ég spila bara minn leik. Ég veit ekkert um tölfræðina fyrr en einhver segir mér frá því eftir leik. Ég er bara þakklát fyrir að liðsfélagar mínir hafi sett skotin sín í dag.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum