Fótbolti

Georgía á EM eftir sigur í víta­spyrnu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Khvicha Kvaratskhelia og félagar eru komnir á EM 2024.
Khvicha Kvaratskhelia og félagar eru komnir á EM 2024. EPA-EFE/DAVID MDZINARISHVILI

Georgía er komið á sitt fyrsta Evrópumót karla í knattspyrnu frá upphafi. Farseðilinn tryggði Georgía sér með sigri á Grikklandi í vítaspyrnukeppni.

Þjóðirnar mættust í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Þar sem ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og heldur ekki framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Georgía betur og tryggði sér sæti á EM þar sem mun þjóðin leika í F-riðli ásamt Tyrklandi, Portúgal og Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×