Enski boltinn

Þarf að borga grískum auð­manni rúmar sex hundruð milljónir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amanda Staveley ásamt eiginmanni sínum, Mehrdad Ghodoussi (til hægri) og Darren Eales, framkvæmdastjóra Newcastle United.
Amanda Staveley ásamt eiginmanni sínum, Mehrdad Ghodoussi (til hægri) og Darren Eales, framkvæmdastjóra Newcastle United. Stu Forster/Getty Images

Amanda Staveley, meðeigandi enska knattspyrnufélagsins Newcastle United, þarf að borga grískum auðmanni tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna (3,4 milljónir punda) fyrir 22. apríl næstkomandi.

Staveley hefur verið mikið í fréttum síðan PIF, fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, festi kaup á Newcastle United árið 2021. Hún var í dag, mánudag, dæmd til að greiða Victor Restis, grískum auðmanni, 3,4 milljónir punda (tæplega 600 milljónir íslenskra króna). Staveley hafði vonast til að málinu yrði vísað frá en þess í stað staðfesti rétturinn kröfu Restis.

Málið snýr að fjármunum sem Restis lét Staveley hafa árið 2008. Aðilarnir horfðu mismunandi á fjármunina, Restis leit á þetta sem lán á meðan Staveley vildi meina að um fjárfestingu væri að ræða.

Upphæðin nam tæplega tíu milljónum punda. Alls hafði hann fengið sex milljónir til baka árið 2014 en að hans mati – og réttarins – átti hann enn inni 3,4 milljónir punda. Upphaflega vildi Restis fá 36,8 milljónir punda frá Staveley. Þar af voru 2,1 milljón í lögræðikostnað og 31,3 milljónir í vexti. Á endanum féll hann frá þeim kröfum.

Í frétt The Ahtletic um málið segir að Staveley ætli sér að áfrýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×