Innflutningur er ekki bændum um að kenna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 21:01 Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda, sem segir að mikill innflutningur á matvælum til landsins sé ekki bændum að kenna, þar þurfi aðrir að sýna vilja verki og þá á hann við íslensk stjórnvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki. Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Steinþór Logi Arnarsson, formaður ungra bænda fer víða um og heldur erindi þar sem hann fer yfir stöðu bænda og framtíð þeirra á Íslandi. Hann var til dæmis á fjölmennri ráðstefnu í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum þar sem hann fór yfir stöðuna eins og hún blasir við honum í dag. En hvar eru mestu tækifærin? „Það er bara fyrst og fremst að anna matvælaþörf hér innanlands fyrir þjóð okkar og ferðamenn, sem sækja okkur heim og standa þannig vörð um sérstöðu okkar,” segir Steinþór Logi. Það er verið að flytja inn mikið af matvælum til landsins. Hvað viltu segja við því? „Já, það er þá svolítið úr okkar höndum hvernig við gerum hlutina. Innflutningur matvæla stendur kannski ekki á sama plani og þessar kröfur og markmið, sem við setjum okkur hvað varðar umhverfismál, dýravelferð og margt fleira.” Steinþór Logi var með mjög áhugavert erindi á ráðstefnum I Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki hálflélegt af bændum að geta ekki framleitt nóg af matvælum fyrir þjóð sína eða hvað? „Nei, ég vil nú ekki segja að það sé bændum að kenna, það eru aðrir aðilar sem þurfa að taka sig aðeins til og sýna vilja í verki og þar á ég við stjórnvöld,” segir Steinþór Logi og bætir við. „Það er bara okkar verkefni sameiginlega, bænda og neytenda að upplýsa hvort annað um hvað bændur eru að gera og hvað neytendur vilja. Þannig að það eru mörg tækifæri þar.” En af hverju ætti ungt fólk að gerast bændur í dag? „Af því að vera bóndi er frábært starf í frábæru umhverfi. Það er gaman að takast á við áskoranir náttúrunnar og uppskera eftir því landi og þjóð til heilla,” segir formaður ungra bænda á Íslandi. Steinþór Logi segir að það sé frábært að vera bóndi á Íslandi. Hér er fallega hyrndur hrútur úr Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira