„Skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 19:30 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“ Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“
Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38