Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. mars 2024 09:38 Ernir hefur flogið milli Reykjavíkur og Húsavíkur frá árinu 2012. Vísir/Friðrik Þór Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. Í fréttatilkynningu frá Eagle Air kemur fram að félagið hafi byrjað áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012. Félagið hafi þannig haldið loftbrúnni gangandi í tæp 12 ár, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni. Mýflug hafi einnig fengið stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars. Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verði því milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur gildir til 31. ágúst 2024. Þá segir að á næstu vikum verði sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. „Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur,“ segir í tilkynningunni. Samningar þurfi að vera til langs tíma Loks kemur fram að eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann. Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafi lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig sé hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri. Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Norðurþing Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Eagle Air kemur fram að félagið hafi byrjað áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012. Félagið hafi þannig haldið loftbrúnni gangandi í tæp 12 ár, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni. Mýflug hafi einnig fengið stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars. Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verði því milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur gildir til 31. ágúst 2024. Þá segir að á næstu vikum verði sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. „Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur,“ segir í tilkynningunni. Samningar þurfi að vera til langs tíma Loks kemur fram að eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann. Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafi lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig sé hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri.
Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Norðurþing Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40