Neuer verður fyrirliði Þjóðverja á heimavelli í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Neuer á HM í Katar 2022. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Markvörðurinn Manuel Neuer mun ekki aðeins verja mark Þýskalands á Evrópumóti karla í knattspyrnu næsta sumar heldur mun hann einnig vera fyrirliði þjóðar sinnar sem ætlar sér stóra hluti eftir að hafa ekki staðið undir nafni undanfarin stórmót. Hinn 37 ára gamli Neuer er að glíma við meiðsli þessa dagana og gæti misst af fyrri leik Bayern München og Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Julian Nagelsmann, þjálfari Þýskalands, hefur ekki miklar áhyggjur af meiðslunum en hann hefur staðfest að markvörðurinn muni vera fyrirliði Þjóðverja í sumar. Julian #Nagelsmann makes it clear that @Manuel_Neuer remains the clear No 1. Despite his absence against France and the Netherlands. Unfortunately, Manu got injured. However, it's just a muscle fiber tear. He won't be out for 8 months. So, I don't change my opinion. I told pic.twitter.com/LSrIFylFHr— Florian Plettenberg (@Plettigoal) March 22, 2024 Þýskaland er í A-riðli ásamt Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Ætla heimamenn sér stóra hluti en liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum á undanförnum stórmótum. Á HM 2022 í Katar komust Þjóðverjar ekki upp úr riðli sem innihélt Japan, Spán og Kosta Ríka. Sömu sögu er að segja af HM 2018 í Rússlandi en þá endaði Þýskaland á botni riðils sem innihélt Svíþjóð Mexíkó og Suður-Kóreu. Á EM 2020 skriðu Þjóðverjar upp úr riðlinum en áttu aldrei möguleika gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Nú er hins vegar komið að skuldadögum og ætlar Neuer sér án efa að leiða sína menn alla leið í úrslitaleikinn. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Neuer er að glíma við meiðsli þessa dagana og gæti misst af fyrri leik Bayern München og Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Julian Nagelsmann, þjálfari Þýskalands, hefur ekki miklar áhyggjur af meiðslunum en hann hefur staðfest að markvörðurinn muni vera fyrirliði Þjóðverja í sumar. Julian #Nagelsmann makes it clear that @Manuel_Neuer remains the clear No 1. Despite his absence against France and the Netherlands. Unfortunately, Manu got injured. However, it's just a muscle fiber tear. He won't be out for 8 months. So, I don't change my opinion. I told pic.twitter.com/LSrIFylFHr— Florian Plettenberg (@Plettigoal) March 22, 2024 Þýskaland er í A-riðli ásamt Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Ætla heimamenn sér stóra hluti en liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum á undanförnum stórmótum. Á HM 2022 í Katar komust Þjóðverjar ekki upp úr riðli sem innihélt Japan, Spán og Kosta Ríka. Sömu sögu er að segja af HM 2018 í Rússlandi en þá endaði Þýskaland á botni riðils sem innihélt Svíþjóð Mexíkó og Suður-Kóreu. Á EM 2020 skriðu Þjóðverjar upp úr riðlinum en áttu aldrei möguleika gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Nú er hins vegar komið að skuldadögum og ætlar Neuer sér án efa að leiða sína menn alla leið í úrslitaleikinn.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira