Fótbolti

Fram­undan úr­slita­leikur við Úkraínu: „Erfitt að út­skýra and­rúm­loftið“

Aron Guðmundsson skrifar
Stefán Árni ræddi við Kjartan Henry um leikinn gegn Ísrael og þeir spáðu í spilin fyrir komandi úrslitaleik gegn Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn kemur
Stefán Árni ræddi við Kjartan Henry um leikinn gegn Ísrael og þeir spáðu í spilin fyrir komandi úrslitaleik gegn Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn kemur

Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson ræðir við sérfræðinginn Kjartan Henry Finnbogason um íslenska sigurinn mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM 2024 í fótbolta og þá horfa þeir félagar fram til hreins úrslitaleiks gegn Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn kemur.

Íslenska landsliðið þarf aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti á EM 2024 í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi í sumar. Liðið þarf að vinna Úkraínu í hreinum úrslitaleik í Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn kemur. 

Stefán Árni og Kjartan Henry Finnbogason settust niður, fóru yfir kvöldið athyglisverða í Búdapest á fimmtudaginn, stórsigur íslenska karlalandsliðsins og stöðuna á liðinu í aðdraganda leiksins við Úkraínu. 

Klippa: Stefán Árni og Kjartan Henry fara yfir stórsigurinn á Ísrael

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×