Innlent

Um­boðs­maður Al­þingis sækir um hjá Hæsta­rétti

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.
Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, er á meðal þeirra sem sótti um laust sæti dómara við Hæstarétt. Fjórir sóttu um embættið, sem var auglýst þann fyrsta mars síðastliðinn, en umsóknarfrestur rann út átjánda mars.

Skipað verður í embættið frá og með fyrsta ágúst 2024, en umsóknirnar hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.

Líkt og áður segir sótti umboðsmaður alþingis um, en dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, Landsréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands gerðu það líka.

Umsækjendurnir eru eftirtaldir:

Aðalsteinn E. Jónasson dómari við Landsrétt,

Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands,

Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur,

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×