Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Lovísa Arnardóttir skrifar 21. mars 2024 10:59 Tilkynnt verður um starfslokasamning við Geir á bæjarstjórnarfundi á morgun. Samsett Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. Þetta segir Geir í aðsendri grein á Vísi en lögð verður fram tillaga um starfslokasamning við hann á bæjarstjórnarfundi á morgun. Í grein sinni segir Geir að pólitík bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna hafi einkennt af því að „ sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.“ Leggja fólk í einelti Geir segir það greinilegt að það hafi tekið á að eftir 16 ára samfellda meirihlutastjórn hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks aðeins getað brugðist við með því að leggja fólk í einelti með von um það að komast aftur til valda í næstu kosningum. „En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ segir Geir í grein sinni. Starfslok forverans margfalt dýrari Þar ávarpar hann einnig áhyggjur minnihlutans af kostnaði vegna starfsloka hans en bendir þó á að starfslok forvera hans hafi og mun kosta bæinn margfalt meira en hans eigin. Hvað varðar starfslok hans segir Geir að þegar hann tók við hafi hans beðið mörg aðkallandi verkefni. Hann segir staðreyndin sé sú að aldrei hafi jafn mikið verið gert á jafn stuttum tíma og fer yfir þau verkefni sem hann hefur komið að og hrint í framkvæmd á þeim tíma. Meðal þeirra er til dæmis stækkun grunn- og leikskólans, verkáætlun í fráveitumálum, samningar um Árhólma, nýtt skipurit, stofnun nýs fræðslu- og velferðarsviðs og margt fleira. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa,“ segir Geir að lokum í grein sinni og óskar meirihlutanum og starfsfólki bæjarins velfarnaðar í starfi. Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Þetta segir Geir í aðsendri grein á Vísi en lögð verður fram tillaga um starfslokasamning við hann á bæjarstjórnarfundi á morgun. Í grein sinni segir Geir að pólitík bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna hafi einkennt af því að „ sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.“ Leggja fólk í einelti Geir segir það greinilegt að það hafi tekið á að eftir 16 ára samfellda meirihlutastjórn hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks aðeins getað brugðist við með því að leggja fólk í einelti með von um það að komast aftur til valda í næstu kosningum. „En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ segir Geir í grein sinni. Starfslok forverans margfalt dýrari Þar ávarpar hann einnig áhyggjur minnihlutans af kostnaði vegna starfsloka hans en bendir þó á að starfslok forvera hans hafi og mun kosta bæinn margfalt meira en hans eigin. Hvað varðar starfslok hans segir Geir að þegar hann tók við hafi hans beðið mörg aðkallandi verkefni. Hann segir staðreyndin sé sú að aldrei hafi jafn mikið verið gert á jafn stuttum tíma og fer yfir þau verkefni sem hann hefur komið að og hrint í framkvæmd á þeim tíma. Meðal þeirra er til dæmis stækkun grunn- og leikskólans, verkáætlun í fráveitumálum, samningar um Árhólma, nýtt skipurit, stofnun nýs fræðslu- og velferðarsviðs og margt fleira. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa,“ segir Geir að lokum í grein sinni og óskar meirihlutanum og starfsfólki bæjarins velfarnaðar í starfi.
Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53