Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2024 10:22 Ragnar Þór Ingólfsson er þungt hugsi yfir stöðu mála. vísir/vilhelm Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa í samfélaginu hafi minnkað við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Spennan í þjóðarbúinu geti þó leitt til þess að launaskrið verði meira en ella. Einnig geti aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið í ströngu í kjarasamningagerð undanfarnar vikur. Hann segir tilkynningu um óbreytta vexti ekki hafa komið á óvart. „Nei það kemur fátt á óvart þegar Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd eru annars vegar. Það er nóg til í þeim sarpi í afsakanabókinni til að halda vöxtum óbreyttum eða hækka,“ segir Ragnar Þór. „Vonbrigðin eru auðvitað gríðarleg.“ Svigrúm til fimmtíu punkta lækkunar Ragnar Þór segir verkalýðsfélögin hafa farið í einu og öllu eftir forskrift Seðlabanka Íslands sem hafi sagt svigrúm til að hefja ferli vaxtalækkunar. Hann er sannfærður um að allt aðrir þættir en laun séu að keyra áfram verðbólgu. „Staðan er svo svakalega erfið, hjá heimilunum og okkar fólki. Okkur var nauðbeygður sá kostur að fara eftir fyrirmælum Seðlabankans sem hefur reynt að skella skuldinni á verkalýðinn og launafólk. Það var svigrúm til lækkunar um allavega fimmtíu punkta. Það eru vonbrigði að Seðlabankinn hafi ekki hafið ferlið nú þegar,“ segir Ragnar Þór. Launaliður og kostnaðarmat kjarasamninga hafi verið innan þess ramma sem Seðlabankinn hafi sjálfur sett. Það hafi verið ástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin hafi farið þessa leið. Seðlabankinn hafi stillt heimilunum upp við vegg. „Ef fólk hefur ekki þegar kiknað undan þessari hávaxtastefnu styttist í að fólk þoli ekki meira. Það er komið að þolmörkum.“ Lítið hægt að gera á okurvöxtum Hann segir 250 milljarða í húsnæðislánum á föstum vöxtum losna á þessu ári. Þá séu margir í mjög erfiðri stöðu sem eru með lán sem hafa losnað undana föstum vöxtum. „Það er alveg ljóst að það stefnir í algjört óefni miðað við nýjustu tölur frá umboðsmanni skuldara, stöðu skammtímaskulda og yfirdráttarlána hjá heimilum landsins,“ segir Ragnar Þór. Áhrifin séu sömuleiðis mikil á lítil og meðalstór fyrirtæki. Húsnæðiskreppan hafi verið langvarandi og staðan versni með hverjum mánuði á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að byggja hagkvæmt eða fjármagna á þessum okurvöxtum.“ Varðandi lausnir í stöðunni vísar Ragnar Þór til orða Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem hélt ávarp hér á landi á dögunum. Hann gagnrýndi stefnur Seðlabanka víða um heim og stýrivaxtahækkanir. „Hvort á að trúa Nóbelsverðlauna eða Ásgeiri Jónssyni sem hefur ekki beint glæsilega ferilskrá þegar kemur að fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann þar til starfa Ásgeirs í íslensku bönkunum árin fyrir hrun. „Ég velti því fyrir mér hvort löggjafinn þurfi ekki hreinlega að stíga inn í, því skaðinn sem þó er skeður getur ekki endað nema með ósköpum. Annað er útilokað.“ Væru óeirðir í öðrum löndum Alþingi og ríkisstjórnin beri ábyrgð á stöðunni. Samfélaginu sé haldið í heljar greipum. „Þetta er hugmyndafræði sem virðist ekki standast eina einustu skoðun,“ segir Ragnar Þór um stýrivaxtatól Seðlabankans. Ragnar var spurður að því hvort þetta væri þó ekki viðurkennt tól um allan heim. Föst skot Stiglitz virðist í andstöðu við skoðun annarra Nóbelsverðlaunahafa. Ragnar minnir á að Stiglitz hafi gagnrýnt Seðlabanka um heim allan en stýrivextir hér séu þó mun hærri en í nágrannalöndum. „Seðlabankar heimsins eru ekki að fara sömu leið og Seðlabanki Íslands. Ef þú skoðar stöðuna í samanburðarríkjum þá er hún ekkert í líkingu við hér. Ég er sannfærður um að ef þetta væri staðan í mörgum af okkar samanburðarlöndum, bæði Norðurlöndunum og Evrópu, stýrivextir í 9,25 prósentum, þá væri engin lognmolla þar. Það væri örugglega mótmælt á götum útum og hreinlega óeirðir.“ Þannig er staðan þó ekki hér. Hátt heyrist í verkalýðshreyfingunni en lítið hefur farið fyrir mótmælum. Hugsi yfir lund landsmanna „Dagslundin er á öðru stigi hérna,“ segir Ragnar undrandi. Þótt verið sé að murka lífið úr heimilum landsins, eins og hann segir. Enga sérfræðinga þurfi til að greina áhrifin á húsnæðismarkað, verðbólgu og fleiri þátta sem grípa þurfi til aðgerða gagnvart. Það verði rannsóknarefni að meta þann skaða sem Seðlabanki Íslands og hans peningastefna séu að valda og hafi valdið. En hvers vegna eru þá ekki meiri læti? Af hverju heyrist ekki hátt í landsmönnum sé staðan svona slæm? „Ég er verulega hugsi yfir því hvað þjóðin er tilbúin að láta bjóða sér,“ segir Ragnar Þór. „Hvar þolmörk þjóðar bresta verður að koma í ljós.“ Þjóðin hafi risið upp eftir bankahrunið þegar skuldir stökkbreyttust. Nú sjáist á öllum tölum og rannsóknum að staðan sé sífellt að versna. „Hver þolmörkin verða er ómögulegt að segja. Það verður að grípa til einhverra aðgerða, stjórnvöld að stíga inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.“ Seðlabankinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa í samfélaginu hafi minnkað við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Spennan í þjóðarbúinu geti þó leitt til þess að launaskrið verði meira en ella. Einnig geti aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðið í ströngu í kjarasamningagerð undanfarnar vikur. Hann segir tilkynningu um óbreytta vexti ekki hafa komið á óvart. „Nei það kemur fátt á óvart þegar Seðlabanki Íslands og peningastefnunefnd eru annars vegar. Það er nóg til í þeim sarpi í afsakanabókinni til að halda vöxtum óbreyttum eða hækka,“ segir Ragnar Þór. „Vonbrigðin eru auðvitað gríðarleg.“ Svigrúm til fimmtíu punkta lækkunar Ragnar Þór segir verkalýðsfélögin hafa farið í einu og öllu eftir forskrift Seðlabanka Íslands sem hafi sagt svigrúm til að hefja ferli vaxtalækkunar. Hann er sannfærður um að allt aðrir þættir en laun séu að keyra áfram verðbólgu. „Staðan er svo svakalega erfið, hjá heimilunum og okkar fólki. Okkur var nauðbeygður sá kostur að fara eftir fyrirmælum Seðlabankans sem hefur reynt að skella skuldinni á verkalýðinn og launafólk. Það var svigrúm til lækkunar um allavega fimmtíu punkta. Það eru vonbrigði að Seðlabankinn hafi ekki hafið ferlið nú þegar,“ segir Ragnar Þór. Launaliður og kostnaðarmat kjarasamninga hafi verið innan þess ramma sem Seðlabankinn hafi sjálfur sett. Það hafi verið ástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin hafi farið þessa leið. Seðlabankinn hafi stillt heimilunum upp við vegg. „Ef fólk hefur ekki þegar kiknað undan þessari hávaxtastefnu styttist í að fólk þoli ekki meira. Það er komið að þolmörkum.“ Lítið hægt að gera á okurvöxtum Hann segir 250 milljarða í húsnæðislánum á föstum vöxtum losna á þessu ári. Þá séu margir í mjög erfiðri stöðu sem eru með lán sem hafa losnað undana föstum vöxtum. „Það er alveg ljóst að það stefnir í algjört óefni miðað við nýjustu tölur frá umboðsmanni skuldara, stöðu skammtímaskulda og yfirdráttarlána hjá heimilum landsins,“ segir Ragnar Þór. Áhrifin séu sömuleiðis mikil á lítil og meðalstór fyrirtæki. Húsnæðiskreppan hafi verið langvarandi og staðan versni með hverjum mánuði á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að byggja hagkvæmt eða fjármagna á þessum okurvöxtum.“ Varðandi lausnir í stöðunni vísar Ragnar Þór til orða Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sem hélt ávarp hér á landi á dögunum. Hann gagnrýndi stefnur Seðlabanka víða um heim og stýrivaxtahækkanir. „Hvort á að trúa Nóbelsverðlauna eða Ásgeiri Jónssyni sem hefur ekki beint glæsilega ferilskrá þegar kemur að fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann þar til starfa Ásgeirs í íslensku bönkunum árin fyrir hrun. „Ég velti því fyrir mér hvort löggjafinn þurfi ekki hreinlega að stíga inn í, því skaðinn sem þó er skeður getur ekki endað nema með ósköpum. Annað er útilokað.“ Væru óeirðir í öðrum löndum Alþingi og ríkisstjórnin beri ábyrgð á stöðunni. Samfélaginu sé haldið í heljar greipum. „Þetta er hugmyndafræði sem virðist ekki standast eina einustu skoðun,“ segir Ragnar Þór um stýrivaxtatól Seðlabankans. Ragnar var spurður að því hvort þetta væri þó ekki viðurkennt tól um allan heim. Föst skot Stiglitz virðist í andstöðu við skoðun annarra Nóbelsverðlaunahafa. Ragnar minnir á að Stiglitz hafi gagnrýnt Seðlabanka um heim allan en stýrivextir hér séu þó mun hærri en í nágrannalöndum. „Seðlabankar heimsins eru ekki að fara sömu leið og Seðlabanki Íslands. Ef þú skoðar stöðuna í samanburðarríkjum þá er hún ekkert í líkingu við hér. Ég er sannfærður um að ef þetta væri staðan í mörgum af okkar samanburðarlöndum, bæði Norðurlöndunum og Evrópu, stýrivextir í 9,25 prósentum, þá væri engin lognmolla þar. Það væri örugglega mótmælt á götum útum og hreinlega óeirðir.“ Þannig er staðan þó ekki hér. Hátt heyrist í verkalýðshreyfingunni en lítið hefur farið fyrir mótmælum. Hugsi yfir lund landsmanna „Dagslundin er á öðru stigi hérna,“ segir Ragnar undrandi. Þótt verið sé að murka lífið úr heimilum landsins, eins og hann segir. Enga sérfræðinga þurfi til að greina áhrifin á húsnæðismarkað, verðbólgu og fleiri þátta sem grípa þurfi til aðgerða gagnvart. Það verði rannsóknarefni að meta þann skaða sem Seðlabanki Íslands og hans peningastefna séu að valda og hafi valdið. En hvers vegna eru þá ekki meiri læti? Af hverju heyrist ekki hátt í landsmönnum sé staðan svona slæm? „Ég er verulega hugsi yfir því hvað þjóðin er tilbúin að láta bjóða sér,“ segir Ragnar Þór. „Hvar þolmörk þjóðar bresta verður að koma í ljós.“ Þjóðin hafi risið upp eftir bankahrunið þegar skuldir stökkbreyttust. Nú sjáist á öllum tölum og rannsóknum að staðan sé sífellt að versna. „Hver þolmörkin verða er ómögulegt að segja. Það verður að grípa til einhverra aðgerða, stjórnvöld að stíga inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.“
Seðlabankinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira