Eflum fjármálalæsi barna og ungmenna Bryndís Lára Halldórsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:31 Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun