Teitur: Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:31 Pétur Rúnar Birgisson í leik á móti Álftanes fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eiga möguleika á því að verða handhafar beggja stóru titlana eftir næstu helgi en til að byrja með þurfa þeir að vinna undanúrslitaleik á móti Álftanesi í VÍS-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum