Draumalandið Luxemburg og íslenskir jafnaðarmenn - þriðji hluti Ólafur Sveinsson skrifar 18. mars 2024 10:30 Frá byltingu fasískara afla innan portúgalska hersins 1926 til byltingar vinstrisinnaðra afla innan hans 1974 var einræðisstjórn við ríki í Portúgal, lengst af undir stjórn António de Olivera Salazar frá 1932 – 1968, þó hann hafi í raun haft töglin og hagldirnar í stjórn landsins frá 1928. Salazar var einræðisherra sem byggði upp mjög öfluga leynilögreglu að fyrirmynd og með aðstoð Gestapo á fjórða og fimmta áratugnum. Sagnfræðingum greinir á um hvort um fasískt stjórnarfar hafi verið að ræða eins og hjá Franco á Spáni eða Salazar hafi einfaldlega verið hægrisinnaður einræðisherra í anda Putin. Fyrir fjölmörg fórnarlömb Salazar, sem voru fangelsuð og beitt miklu harðræði fyrir litlar sem engar sakir, er það aukaatriði. Ungt fólk flúði Portúgal stórum stíl á sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins í leit að betra lífi, einkum í Frakklandi og Þýskalandi, en margir enduðu í Luxembourg sem gerði samkomulag við Portúgal á áttunda áratugnum um að Portúgalar fengju atvinnu- og landvistarleyfi þar. Einn af þeim sem flúðu Portúgal síðari hluta á sjöunda áratugarins 16 ára gamall var Antonio Mouthinho, sem var hvattur til þess af vinum í Luxembourg. Fyrstu vikuna eftir að hann kom þangað svaf hann í strætóskýli og var í miklu reiðuleysi uns hann fékk um síðir hann svefnpláss í lítilli kjallaraíbúð gegnum landa sinn og bjó þar ásamt 10 öðrum. Það var næga vinnu að hafa, segir hann í útvarpsþætti í Deutschlandfunk Kultur frá 2020 (hluti af Deutschlandradio, lang bestu útvarpsstöð Þýskalands), en Luxemborgh var eins og stórt þorp á þeim tíma og gríðarlegur húsnæðisskortur. Hann vann fyrir sér sem uppvaskari í stóreldhúsi, byggingarverkamaður og öðru sem til féll, áður en hann varð rafvirki og vann sem slíkur þar til hann fór á eftirlaun, en stofnaði og rak veitingahús meðfram fullri vinnu. Spurður að því hvort hann líti á sig sem Luxembourgara eða Portúgala á hann erfitt að gera upp þar á milli, en telur Luxembourg þó standa nær sér, öfugt við 16 ára sonarson hans Lucco Moutinho sem er fæddur og uppalinn í Luxembourg, en lítur á sig sem Portúgala, þó hann hafi bæði Portúgalskt og Luxembourgískt vegabréf og segir að hann og fjölskylda hans, foreldrar og yngri bróðir, myndu ekki hika við að flytja strax til Portúgal ef þau hefðu efni á því. Þar séu þau velkomin og allir taki vel á móti þeim, meðan Luxemborugarar séu kaldir og áhugalausir. Auk portúgölsku talar fjölskyldan þýsku, frönsku og Luxembourgisku sín á milli, sem að eru hin þrjú opinberu tungumál Luxembourg. Samkvæmt málfræðingum eru áhöld um það hvort líta beri á Luxembourgísku sem sjálfstætt tungumál eða eina af fjölmörgum þýskum mállýskum í sunnanverðu Þýskalandi, sem að geta verið býsna frábrugðnar háþýskunni, hinu opinberu tungumáli Þýskalands. Í Þýskalandi er almennt litið niður á þá sem að tala mállýskur og það talið dæmi um menntunarskort og molbúahátt. Portúgal var mjög fátækt land eftir langvarandi einræði Salazars og hersins og því tóku fjölmargir því fegins hendi í fátækari héruðum landsins þegar Luxembourg bauð verkamönnum að koma til landsins á áttunda áratugnum. Það vantaði fólk í illa launaða erfiðsvinnu í landbúnaði, við færibönd í verksmiðjum, þrif, byggingarvinnu og svipaða hluti þar sem engrar menntunar var krafist. Luxembourgarar ákváðu að veita einungis fólki frá kaþólskum löndum atvinnu- og landvistarleyfi, vegna þess að yfirvöld töldu að á þann hátt væri mestar líkur á að fólkið myndi aðlagast samfélaginu vandræðalítið. Fyrst komu Ítalir en síðan voru Portúgalar fluttir inn í stórum stíl og eru nú lang fjölmennasti innflytjendahópurinn í Luxembourg. Þeir voru um 100.000 árið 2020 þegar útvarpsþátturinn var gerður, en heildarfólksfjöldinn var 560.000. Portúgalarnir upplifa sig ekki aðeins sem annars flokks borgara heldur er líka komið fram við þá sem slíka. Þeir verða fyrir margháttuðum kynþáttafordómum, rétt eins og Tyrkir í Þýskalandi. Það byrjar strax með skólagöngu barna sem að bera portúgölsk nöfn. Líkt og í Þýskalandi líkur grunnskóla 12 ára og þá fara þau í framhaldsskóla Sekundarunterricht. Hann skiptist í bóklegt nám „Der klassische Sekundarunterricht“ (menntaskóli) sem veitir rétt til náms í háskóla og verklegt nám „Der allgemeine Sekundarunterricht“ sem má helst líkja við undirbúning fyrir iðnnám, þó það sé ónákvæm lýsing, því möguleikarnir eru mun fleiri. Þeim nemendum sem hafa mjög lágar einkunnir er vísað í „Mittelschule/Förderunterricht“ sem er einskonar stuðningskennsla. Menntunar- og atvinnumöguleikarnir eru mjög takmaraðir fyrir þau börn sem að útskrifast af því skólastigi. Skólaárið 2017/18 voru 42,5% barna í sjötta og síðasta bekk ríkisreknu grunnskólanna af erlendum uppruna, mikill meirihluti þeirra portúgölsk. 28,1% þeirra var skikkaður á lægsta skólastigið „Mittelschule/Förderunterricht“ en aðeins 8,8% Luxembourgískra barna. Aftur á móti komust 49% þeirra Luxembourgisku á bóknámsstigið / menntaskólastigið sem veitir rétt til háskólanáms en aðeins 21% þeirra portúgölsku. Það eru annarsvegar einkunnir í lok grunnskólans og hinsvegar meðmæli kennaranna sem að skera úr um á hvaða skólastigi börnin lenda eftir grunnskólann. Það er kennt á þýsku, frönsku og lúxembourgisku og það eru umfram annað einkunnirnar í þessum tungumálum sem skera úr um hvort kennararnir mæla með menntaskóla, verknámi eða stuðningskennslu. Börn sem hafa hvorki þýsku / luxembourgísku né frönsku að móðurmáli standa mun ver að vígi en börn sem eiga þýska / luxembourgíska eða franska foreldra. Auk þess er illmögulegt fyrir börn sem njóta takmarkaðs stuðnings heimafyrir með lærdóminn að ná tilskyldum lágmarkseinkunnum. Það þýðir í praxís að fyrir börn sem hafa ekki eitt af viðurkenndu tungumálunum sem móðurmál né eiga foreldra sem að hafa farið í langskólanám og leggja mikið á sig við að aðstoða börnin við námið og / eða hafa efni á greiða fyrir hjálp við heimalærdóminn í einstökum fögum, eiga mjög erfitt með að komast í menntaskóla tólf ára gömul. Lúxembourgíska skólakerfið er byggt upp eins og það þýska og það er almennt viðurkennt í Þýskalandi að það sé meginorsökin fyrir því að það er afar erfitt fyrir börn úr verkamannastétt, þar sem stuðningurinn er oft takmarkaður við heimanámið, að komast í menntaskóla Gymnasium og þar með háskólanám og illmögulegt fyrir börn úr tyrkneskum fjölskyldum, en Tyrkir og afkomendur þeirra eru lang fjölmennasta þjóðarbrotið sem kom sem farandverkamenn til Þýskalands á sjöunda og áttunda áratugnum. Skólakerfið viðheldur því stéttaskiptingunni sem að er mjög sterk og á sér djúpar rætur. Stjórnmálamenn úr nánast öllum flokkum hafa af því áhyggjur, mismiklar vissulega, því þetta skólakerfi leiðir til þess að alltof stór hluti barnanna klárar ekki skólagönguna og lendir í langvarandi atvinnuleysi. Þýskir nemendur koma hvað eftir annað mjög illa út í Písakönnunum og mjög margir hafa bent á að leita megi fyrirmynda í öðrum löndum til að betrumbæta það. Samt hvarflar ekki að stjórnmálamönnum að breyta skólakerfinu, sökum þess að svona hefur þetta alltaf verið og þeir sjálfir hafa allir farið í menntaskóla og gengið menntaveginn og tilheyra þar með hinum „betri og gáfaðri“ hluta samfélagins. Þetta kerfi bíður líka uppá að kennararnir misnoti vald sitt til að ná sér niður á nemendum og foreldrum sem þeim er einhverra hluta vegna í nöp við en hygli öðrum og staðfesti kannski umfram allt eigin fordóma í framkomu sinni við nemendurna og foreldra þeirra. Þeir styðja og hvetja þá sem þeir telja að eigi erindi í háskólanám en draga úr og letja þá sem þeir eru sannfærðir um að eigi þangað ekkert erindi og neita stundum að skrifa uppá að börnin eigi rétt á að sækja menntaskóla þrátt fyrir að einkunnir séu það háar að þau eigi rétt á því, vegna þess að foreldrarnir, einkum móðirin, eru ekki taldir færir um að styðja börnin eins og þau þurfa á að halda í Gymnasium / menntaskóla. Yfirleitt vegna þess að þýskukunnátta foreldranna / móðurinnar eða menntunarstig þeirra er ekki talið nógu gott til að þau geti aðstoðað börnin í náminu. Stórhertogadæmið Luxembourgh er í grunninn enn íhaldsamara en Þýskaland, eins og sést best á því að yfirvöld þar vildu einungis fá útlendinga frá kaþólskum löndum sem farandverkamenn þegar farið var að hleypa farandverkafólki inní landið í stórum stíl á áttunda áratugnum. Og enn í dag er stefna yfirvalda svipuð, því yfir 90% útlendinga sem vinna í Luxembourg eru úr löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Kynþáttafordómar í garð Tyrkja hér í Þýskalandi eru mjög miklir og möguleikar þeirra sem hafa t.a.m. gengið menntaveginn og klárað háskólanám er oft á tíðum „þyrnum stráður“ í þeim skilningi að þeir fá ekki sömu tækifæri og þýskir kollegar þeirra. Þannig hafa verið gerðar tilraunir með að senda nánast sömu ferilskrárnar vegna atvinnuglýsinga til fyrirtækja, annarsvegar með þýskum nöfnum og hinsvegar tyrkneskum. Í nánast öllum tilvikum var Tyrknesku umsækjendunum hafnað en miklum meirihluta þeirra Þýsku boðið í atvinnuviðtal. Því er oft haldið fram að meginástæðan fyrir því hversu illa stórum hluta þeirra Tyrkja af annari og þriðju kynslóð sem hér býr gengur að laga sig að þýsku samfélagi og verðmætamati þess, sé múhameðstrúin og þau afturhaldsömu gildi sem foreldrar þeirra komu með frá einöngruðum samfélögum í Anatólíu í Austur-Tyrklandi sem ríghaldið er í. Það er klárlega eitthvað til í því enda eru viðhorf og að hluta gildi menntaðra Tyrkja frá Istanbul og Ankara önnur og líkari þeim sem þykja sjálfsögð í flestum frjálslyndum löndum Vestur-Evrópu. Atvinnuleysi er meira meðal Tyrkja af annari og þriðju kynslóð, sem hafa flestir þýsk vegabréf, en Þjóðverja á sama aldri og menntunarstigið lægra. Brottfall úr skóla mun meira og tekjur lægri. Mjög margir þeirra eru í illa launuðum störfum sem þurfa litla sem enga menntun og eru líkamlega erfið. Margir vinna við þrif, í verksmiðjum, sem byggingarverkamenn, á lagerum eða öðrum illa borguðum störfum eða í besta falli sem iðnaðarmenn, sem fá í fæstum tilvikum há laun. Hlutfallslega fleiri eru í fangelsum og lifa á bótum. Og á vissan hátt eru þeir landlausir, því það er litið á þá sem Tyrki hér í Þýskalandi, jafnvel þó yfirgnæfandi meirihluti séu þýskir ríkisborgarar, en sem Þjóðverja í Tyrklandi. „Ég er með þáttakendur sem að fæddust og ólust hérna upp, áttu ekki í erfiðleikum með tungumálið, höfðu bæði ríksföngin og höfðu breytt nafninu. En þeir sögðu við mig: á endanum er ég alltaf Portúgali. Ég get breytt öllu, en þegar þú sérð mig, er ég Portúgali.“ Sagði Heidi Martin í útvarpþættinum sem fyrr var vitnað í, portúgölsk kona sem að skrifaði doktorsritgerð um misrétti landa sinna í Luxembourgh og tók viðtal við 25 þeirra. Þeir eiga við nánast öll sömu vandamál að stríða og Tyrkir í Þýskalandi. Þeir verða fyrir sambærilegu mótlæti og kynþáttafordómum og það er engu líkara en að þeim sé haldið vísvitandi niðri af kennurum, skólum, embættismönnum, atvinnurekendum, leigusölum og öðrum. Feður þeirra komu til að vinna illa launaða erfiðisvinnu sem Luxembourgarar vildu sjálfir ekki ynna af hendi og samfélagið sér til þess að þeir og afkomendur þeirra haldist þar og það sé mjög erfitt fyrir þá að bæta þjóðfélagsstöðu og fjárhagslega afkomu sína. Þannig eru t.a.m. helmingur þeirra sem vinna við skúringar og heimilisþrif í Luxembourgh portúglaskar konur. Þannig að það virðist ekki vera þjóðerni, trú eða samfélaglegur bakgrunnur sem ræður mestu um hvort tiltekinn hópur útlenlendinga lendir „undir“ í samfélaginu og helst þar, heldur hitt hvort honum er gert kleyft að samlagast því, sérstaklega hvað skólagöngu barnanna varðar. Portúgalar eru lang stærsti hópurinn í Luxembourg sem verður fyrir kynþáttamisrétti, enda fjölmennastur, en einnig íbúar fyrrum Júgóslavíu sem komu sem flóttamenn á tíunda áratugnum, afríkubúar, bæði sunnan og arabar norðan Sahara og aðrir múhameðstrúarmenn, eins og kemur fram í skýrslu sem Nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi (ECRI) um stöðu þeirra mála í Luxembourg frá 19.09.2023. Samtals er það því vel yfir helmingur útlendinga sem að býr í Luxembourg sem verður fyrir verulegu félagslegu misrétti vegna uppruna síns. Sú stefna yfirvalda að greiða karlkyns flóttamönnum sem eru einir á ferð og sækja um alþjóðlega vernd lágmarksupphæð til framfærslu, en neita þeim um húsnæði þannig að þeir neyðast til að sofa á götunni, hefur ekki aðeins verið gagnrýnd harðlega heldur líka dæmd ólögleg oftar en einu sinni. Þannig fá fullyrðingar Róberts Björnssonar um það sæluríki sem Luxembourg á að vera fyrir útlendinga ekki staðist nánari skoðun hvað stóran hluta þeirra varðar. Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hann fari vísvitandi með rangt mál, heldur lýsir hann hlutunum augljóslega út frá sinni upplifun sem virðist ekki endurspegla raunveruleikann nema að takmörkuðu leyti. Það lítur út fyrir að hann hafi ekki búið mjög lengi í Luxembourg og lýsir sér sem „pólitískum og efnahagslegum flóttamanni“ frá Íslandi. Kannski þar sé skýringarinnar að leita á að hann vill svo gjarnan sjá það góða í nýjum heimkynnum að hann horfir framhjá neikvæðu hlutunum. Það er á margan hátt skiljanlegt. Mér er það hinsvegar óskiljanlegt af hverju svo margir velviljaðir sósíalistar / jafnaðarmenn voru reiðubúnir að leggja trú lýsingar hans á sæluríkinu Luxembourg sem þarf ekki mikla lífsreynslu til að átta sig á að fær ekki staðist, heldur má í besta falli flokka undir óskhyggju. Það vita í millitíðinni allir að það er ekki hægt að trúa öllu sem stendur í netinu sem nýju neti, bara af því það hljómar vel og er í takt við skoðanir manns um það hvernig maður vildi gjarnan að hlutirnir væru. Alveg sérstaklega hefur mér komið á óvart að þaulvanir blaðamenn sem njóta ákveðinnar virðingar skuli hafa boðið út fagnaðarboðskap Róberts gagnrýnislaust án þess að hafa haft fyrir að kanna sannleiksgildi hans. Það er fljótgert að leita uppi helstu staðreyndir á netinu nú til dags. Það er jafnvel enn undarlegra þegar haft er í huga að það sem Róbert lofar og prísar í grein sinni varðandi útlendinga í Luxembourg er ekki aðeins mjög mótsagankennt, heldur gengur um sumt þvert gegn því sem telja má æskilegt í málum útlendinga á Íslandi. En enginn virðist hafa viljað sjá það í hrifningarvímunni yfir því hvað allt væri dejlig og ligeglad í þeim málum í Luxembourg. Það er hinsvegar full ástæða til að hafa áhyggjur af þeim málum á Íslandi. Mjög margir útlendingar hafa fengið atvinnuleyi á Íslandi á síðustu árum til að vinna í illa launuðum þjónustustörfum enda hefur verið skortur á vinnuafli. Því miður virðast Íslendingar vera að gera öll sömu mistökin og gerð voru í Evrópu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar erlent vinnuafl var flutt inn í stórum stíl. Meira um það í næstu grein. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sveinsson Tengdar fréttir Draumalandið Luxembourg og íslenskir jafnaðarmenn - annar hluti Í grein sinni „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um hið mikla ágæti Luxemburg skrifar Hjörtur Björnsson um það hvernig Luxembourg hafi haldið áfram á sigurbraut sinni 1999 með upptöku evrunnar. „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu. 14. mars 2024 08:00 Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst. 11. mars 2024 08:30 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Frá byltingu fasískara afla innan portúgalska hersins 1926 til byltingar vinstrisinnaðra afla innan hans 1974 var einræðisstjórn við ríki í Portúgal, lengst af undir stjórn António de Olivera Salazar frá 1932 – 1968, þó hann hafi í raun haft töglin og hagldirnar í stjórn landsins frá 1928. Salazar var einræðisherra sem byggði upp mjög öfluga leynilögreglu að fyrirmynd og með aðstoð Gestapo á fjórða og fimmta áratugnum. Sagnfræðingum greinir á um hvort um fasískt stjórnarfar hafi verið að ræða eins og hjá Franco á Spáni eða Salazar hafi einfaldlega verið hægrisinnaður einræðisherra í anda Putin. Fyrir fjölmörg fórnarlömb Salazar, sem voru fangelsuð og beitt miklu harðræði fyrir litlar sem engar sakir, er það aukaatriði. Ungt fólk flúði Portúgal stórum stíl á sjöunda og í byrjun áttunda áratugarins í leit að betra lífi, einkum í Frakklandi og Þýskalandi, en margir enduðu í Luxembourg sem gerði samkomulag við Portúgal á áttunda áratugnum um að Portúgalar fengju atvinnu- og landvistarleyfi þar. Einn af þeim sem flúðu Portúgal síðari hluta á sjöunda áratugarins 16 ára gamall var Antonio Mouthinho, sem var hvattur til þess af vinum í Luxembourg. Fyrstu vikuna eftir að hann kom þangað svaf hann í strætóskýli og var í miklu reiðuleysi uns hann fékk um síðir hann svefnpláss í lítilli kjallaraíbúð gegnum landa sinn og bjó þar ásamt 10 öðrum. Það var næga vinnu að hafa, segir hann í útvarpsþætti í Deutschlandfunk Kultur frá 2020 (hluti af Deutschlandradio, lang bestu útvarpsstöð Þýskalands), en Luxemborgh var eins og stórt þorp á þeim tíma og gríðarlegur húsnæðisskortur. Hann vann fyrir sér sem uppvaskari í stóreldhúsi, byggingarverkamaður og öðru sem til féll, áður en hann varð rafvirki og vann sem slíkur þar til hann fór á eftirlaun, en stofnaði og rak veitingahús meðfram fullri vinnu. Spurður að því hvort hann líti á sig sem Luxembourgara eða Portúgala á hann erfitt að gera upp þar á milli, en telur Luxembourg þó standa nær sér, öfugt við 16 ára sonarson hans Lucco Moutinho sem er fæddur og uppalinn í Luxembourg, en lítur á sig sem Portúgala, þó hann hafi bæði Portúgalskt og Luxembourgískt vegabréf og segir að hann og fjölskylda hans, foreldrar og yngri bróðir, myndu ekki hika við að flytja strax til Portúgal ef þau hefðu efni á því. Þar séu þau velkomin og allir taki vel á móti þeim, meðan Luxemborugarar séu kaldir og áhugalausir. Auk portúgölsku talar fjölskyldan þýsku, frönsku og Luxembourgisku sín á milli, sem að eru hin þrjú opinberu tungumál Luxembourg. Samkvæmt málfræðingum eru áhöld um það hvort líta beri á Luxembourgísku sem sjálfstætt tungumál eða eina af fjölmörgum þýskum mállýskum í sunnanverðu Þýskalandi, sem að geta verið býsna frábrugðnar háþýskunni, hinu opinberu tungumáli Þýskalands. Í Þýskalandi er almennt litið niður á þá sem að tala mállýskur og það talið dæmi um menntunarskort og molbúahátt. Portúgal var mjög fátækt land eftir langvarandi einræði Salazars og hersins og því tóku fjölmargir því fegins hendi í fátækari héruðum landsins þegar Luxembourg bauð verkamönnum að koma til landsins á áttunda áratugnum. Það vantaði fólk í illa launaða erfiðsvinnu í landbúnaði, við færibönd í verksmiðjum, þrif, byggingarvinnu og svipaða hluti þar sem engrar menntunar var krafist. Luxembourgarar ákváðu að veita einungis fólki frá kaþólskum löndum atvinnu- og landvistarleyfi, vegna þess að yfirvöld töldu að á þann hátt væri mestar líkur á að fólkið myndi aðlagast samfélaginu vandræðalítið. Fyrst komu Ítalir en síðan voru Portúgalar fluttir inn í stórum stíl og eru nú lang fjölmennasti innflytjendahópurinn í Luxembourg. Þeir voru um 100.000 árið 2020 þegar útvarpsþátturinn var gerður, en heildarfólksfjöldinn var 560.000. Portúgalarnir upplifa sig ekki aðeins sem annars flokks borgara heldur er líka komið fram við þá sem slíka. Þeir verða fyrir margháttuðum kynþáttafordómum, rétt eins og Tyrkir í Þýskalandi. Það byrjar strax með skólagöngu barna sem að bera portúgölsk nöfn. Líkt og í Þýskalandi líkur grunnskóla 12 ára og þá fara þau í framhaldsskóla Sekundarunterricht. Hann skiptist í bóklegt nám „Der klassische Sekundarunterricht“ (menntaskóli) sem veitir rétt til náms í háskóla og verklegt nám „Der allgemeine Sekundarunterricht“ sem má helst líkja við undirbúning fyrir iðnnám, þó það sé ónákvæm lýsing, því möguleikarnir eru mun fleiri. Þeim nemendum sem hafa mjög lágar einkunnir er vísað í „Mittelschule/Förderunterricht“ sem er einskonar stuðningskennsla. Menntunar- og atvinnumöguleikarnir eru mjög takmaraðir fyrir þau börn sem að útskrifast af því skólastigi. Skólaárið 2017/18 voru 42,5% barna í sjötta og síðasta bekk ríkisreknu grunnskólanna af erlendum uppruna, mikill meirihluti þeirra portúgölsk. 28,1% þeirra var skikkaður á lægsta skólastigið „Mittelschule/Förderunterricht“ en aðeins 8,8% Luxembourgískra barna. Aftur á móti komust 49% þeirra Luxembourgisku á bóknámsstigið / menntaskólastigið sem veitir rétt til háskólanáms en aðeins 21% þeirra portúgölsku. Það eru annarsvegar einkunnir í lok grunnskólans og hinsvegar meðmæli kennaranna sem að skera úr um á hvaða skólastigi börnin lenda eftir grunnskólann. Það er kennt á þýsku, frönsku og lúxembourgisku og það eru umfram annað einkunnirnar í þessum tungumálum sem skera úr um hvort kennararnir mæla með menntaskóla, verknámi eða stuðningskennslu. Börn sem hafa hvorki þýsku / luxembourgísku né frönsku að móðurmáli standa mun ver að vígi en börn sem eiga þýska / luxembourgíska eða franska foreldra. Auk þess er illmögulegt fyrir börn sem njóta takmarkaðs stuðnings heimafyrir með lærdóminn að ná tilskyldum lágmarkseinkunnum. Það þýðir í praxís að fyrir börn sem hafa ekki eitt af viðurkenndu tungumálunum sem móðurmál né eiga foreldra sem að hafa farið í langskólanám og leggja mikið á sig við að aðstoða börnin við námið og / eða hafa efni á greiða fyrir hjálp við heimalærdóminn í einstökum fögum, eiga mjög erfitt með að komast í menntaskóla tólf ára gömul. Lúxembourgíska skólakerfið er byggt upp eins og það þýska og það er almennt viðurkennt í Þýskalandi að það sé meginorsökin fyrir því að það er afar erfitt fyrir börn úr verkamannastétt, þar sem stuðningurinn er oft takmarkaður við heimanámið, að komast í menntaskóla Gymnasium og þar með háskólanám og illmögulegt fyrir börn úr tyrkneskum fjölskyldum, en Tyrkir og afkomendur þeirra eru lang fjölmennasta þjóðarbrotið sem kom sem farandverkamenn til Þýskalands á sjöunda og áttunda áratugnum. Skólakerfið viðheldur því stéttaskiptingunni sem að er mjög sterk og á sér djúpar rætur. Stjórnmálamenn úr nánast öllum flokkum hafa af því áhyggjur, mismiklar vissulega, því þetta skólakerfi leiðir til þess að alltof stór hluti barnanna klárar ekki skólagönguna og lendir í langvarandi atvinnuleysi. Þýskir nemendur koma hvað eftir annað mjög illa út í Písakönnunum og mjög margir hafa bent á að leita megi fyrirmynda í öðrum löndum til að betrumbæta það. Samt hvarflar ekki að stjórnmálamönnum að breyta skólakerfinu, sökum þess að svona hefur þetta alltaf verið og þeir sjálfir hafa allir farið í menntaskóla og gengið menntaveginn og tilheyra þar með hinum „betri og gáfaðri“ hluta samfélagins. Þetta kerfi bíður líka uppá að kennararnir misnoti vald sitt til að ná sér niður á nemendum og foreldrum sem þeim er einhverra hluta vegna í nöp við en hygli öðrum og staðfesti kannski umfram allt eigin fordóma í framkomu sinni við nemendurna og foreldra þeirra. Þeir styðja og hvetja þá sem þeir telja að eigi erindi í háskólanám en draga úr og letja þá sem þeir eru sannfærðir um að eigi þangað ekkert erindi og neita stundum að skrifa uppá að börnin eigi rétt á að sækja menntaskóla þrátt fyrir að einkunnir séu það háar að þau eigi rétt á því, vegna þess að foreldrarnir, einkum móðirin, eru ekki taldir færir um að styðja börnin eins og þau þurfa á að halda í Gymnasium / menntaskóla. Yfirleitt vegna þess að þýskukunnátta foreldranna / móðurinnar eða menntunarstig þeirra er ekki talið nógu gott til að þau geti aðstoðað börnin í náminu. Stórhertogadæmið Luxembourgh er í grunninn enn íhaldsamara en Þýskaland, eins og sést best á því að yfirvöld þar vildu einungis fá útlendinga frá kaþólskum löndum sem farandverkamenn þegar farið var að hleypa farandverkafólki inní landið í stórum stíl á áttunda áratugnum. Og enn í dag er stefna yfirvalda svipuð, því yfir 90% útlendinga sem vinna í Luxembourg eru úr löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Kynþáttafordómar í garð Tyrkja hér í Þýskalandi eru mjög miklir og möguleikar þeirra sem hafa t.a.m. gengið menntaveginn og klárað háskólanám er oft á tíðum „þyrnum stráður“ í þeim skilningi að þeir fá ekki sömu tækifæri og þýskir kollegar þeirra. Þannig hafa verið gerðar tilraunir með að senda nánast sömu ferilskrárnar vegna atvinnuglýsinga til fyrirtækja, annarsvegar með þýskum nöfnum og hinsvegar tyrkneskum. Í nánast öllum tilvikum var Tyrknesku umsækjendunum hafnað en miklum meirihluta þeirra Þýsku boðið í atvinnuviðtal. Því er oft haldið fram að meginástæðan fyrir því hversu illa stórum hluta þeirra Tyrkja af annari og þriðju kynslóð sem hér býr gengur að laga sig að þýsku samfélagi og verðmætamati þess, sé múhameðstrúin og þau afturhaldsömu gildi sem foreldrar þeirra komu með frá einöngruðum samfélögum í Anatólíu í Austur-Tyrklandi sem ríghaldið er í. Það er klárlega eitthvað til í því enda eru viðhorf og að hluta gildi menntaðra Tyrkja frá Istanbul og Ankara önnur og líkari þeim sem þykja sjálfsögð í flestum frjálslyndum löndum Vestur-Evrópu. Atvinnuleysi er meira meðal Tyrkja af annari og þriðju kynslóð, sem hafa flestir þýsk vegabréf, en Þjóðverja á sama aldri og menntunarstigið lægra. Brottfall úr skóla mun meira og tekjur lægri. Mjög margir þeirra eru í illa launuðum störfum sem þurfa litla sem enga menntun og eru líkamlega erfið. Margir vinna við þrif, í verksmiðjum, sem byggingarverkamenn, á lagerum eða öðrum illa borguðum störfum eða í besta falli sem iðnaðarmenn, sem fá í fæstum tilvikum há laun. Hlutfallslega fleiri eru í fangelsum og lifa á bótum. Og á vissan hátt eru þeir landlausir, því það er litið á þá sem Tyrki hér í Þýskalandi, jafnvel þó yfirgnæfandi meirihluti séu þýskir ríkisborgarar, en sem Þjóðverja í Tyrklandi. „Ég er með þáttakendur sem að fæddust og ólust hérna upp, áttu ekki í erfiðleikum með tungumálið, höfðu bæði ríksföngin og höfðu breytt nafninu. En þeir sögðu við mig: á endanum er ég alltaf Portúgali. Ég get breytt öllu, en þegar þú sérð mig, er ég Portúgali.“ Sagði Heidi Martin í útvarpþættinum sem fyrr var vitnað í, portúgölsk kona sem að skrifaði doktorsritgerð um misrétti landa sinna í Luxembourgh og tók viðtal við 25 þeirra. Þeir eiga við nánast öll sömu vandamál að stríða og Tyrkir í Þýskalandi. Þeir verða fyrir sambærilegu mótlæti og kynþáttafordómum og það er engu líkara en að þeim sé haldið vísvitandi niðri af kennurum, skólum, embættismönnum, atvinnurekendum, leigusölum og öðrum. Feður þeirra komu til að vinna illa launaða erfiðisvinnu sem Luxembourgarar vildu sjálfir ekki ynna af hendi og samfélagið sér til þess að þeir og afkomendur þeirra haldist þar og það sé mjög erfitt fyrir þá að bæta þjóðfélagsstöðu og fjárhagslega afkomu sína. Þannig eru t.a.m. helmingur þeirra sem vinna við skúringar og heimilisþrif í Luxembourgh portúglaskar konur. Þannig að það virðist ekki vera þjóðerni, trú eða samfélaglegur bakgrunnur sem ræður mestu um hvort tiltekinn hópur útlenlendinga lendir „undir“ í samfélaginu og helst þar, heldur hitt hvort honum er gert kleyft að samlagast því, sérstaklega hvað skólagöngu barnanna varðar. Portúgalar eru lang stærsti hópurinn í Luxembourg sem verður fyrir kynþáttamisrétti, enda fjölmennastur, en einnig íbúar fyrrum Júgóslavíu sem komu sem flóttamenn á tíunda áratugnum, afríkubúar, bæði sunnan og arabar norðan Sahara og aðrir múhameðstrúarmenn, eins og kemur fram í skýrslu sem Nefnd Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi (ECRI) um stöðu þeirra mála í Luxembourg frá 19.09.2023. Samtals er það því vel yfir helmingur útlendinga sem að býr í Luxembourg sem verður fyrir verulegu félagslegu misrétti vegna uppruna síns. Sú stefna yfirvalda að greiða karlkyns flóttamönnum sem eru einir á ferð og sækja um alþjóðlega vernd lágmarksupphæð til framfærslu, en neita þeim um húsnæði þannig að þeir neyðast til að sofa á götunni, hefur ekki aðeins verið gagnrýnd harðlega heldur líka dæmd ólögleg oftar en einu sinni. Þannig fá fullyrðingar Róberts Björnssonar um það sæluríki sem Luxembourg á að vera fyrir útlendinga ekki staðist nánari skoðun hvað stóran hluta þeirra varðar. Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að hann fari vísvitandi með rangt mál, heldur lýsir hann hlutunum augljóslega út frá sinni upplifun sem virðist ekki endurspegla raunveruleikann nema að takmörkuðu leyti. Það lítur út fyrir að hann hafi ekki búið mjög lengi í Luxembourg og lýsir sér sem „pólitískum og efnahagslegum flóttamanni“ frá Íslandi. Kannski þar sé skýringarinnar að leita á að hann vill svo gjarnan sjá það góða í nýjum heimkynnum að hann horfir framhjá neikvæðu hlutunum. Það er á margan hátt skiljanlegt. Mér er það hinsvegar óskiljanlegt af hverju svo margir velviljaðir sósíalistar / jafnaðarmenn voru reiðubúnir að leggja trú lýsingar hans á sæluríkinu Luxembourg sem þarf ekki mikla lífsreynslu til að átta sig á að fær ekki staðist, heldur má í besta falli flokka undir óskhyggju. Það vita í millitíðinni allir að það er ekki hægt að trúa öllu sem stendur í netinu sem nýju neti, bara af því það hljómar vel og er í takt við skoðanir manns um það hvernig maður vildi gjarnan að hlutirnir væru. Alveg sérstaklega hefur mér komið á óvart að þaulvanir blaðamenn sem njóta ákveðinnar virðingar skuli hafa boðið út fagnaðarboðskap Róberts gagnrýnislaust án þess að hafa haft fyrir að kanna sannleiksgildi hans. Það er fljótgert að leita uppi helstu staðreyndir á netinu nú til dags. Það er jafnvel enn undarlegra þegar haft er í huga að það sem Róbert lofar og prísar í grein sinni varðandi útlendinga í Luxembourg er ekki aðeins mjög mótsagankennt, heldur gengur um sumt þvert gegn því sem telja má æskilegt í málum útlendinga á Íslandi. En enginn virðist hafa viljað sjá það í hrifningarvímunni yfir því hvað allt væri dejlig og ligeglad í þeim málum í Luxembourg. Það er hinsvegar full ástæða til að hafa áhyggjur af þeim málum á Íslandi. Mjög margir útlendingar hafa fengið atvinnuleyi á Íslandi á síðustu árum til að vinna í illa launuðum þjónustustörfum enda hefur verið skortur á vinnuafli. Því miður virðast Íslendingar vera að gera öll sömu mistökin og gerð voru í Evrópu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar erlent vinnuafl var flutt inn í stórum stíl. Meira um það í næstu grein. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Draumalandið Luxembourg og íslenskir jafnaðarmenn - annar hluti Í grein sinni „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um hið mikla ágæti Luxemburg skrifar Hjörtur Björnsson um það hvernig Luxembourg hafi haldið áfram á sigurbraut sinni 1999 með upptöku evrunnar. „ ... vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækniiðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu. 14. mars 2024 08:00
Íslenskir jafnaðarmenn og draumalandið Luxemburg – fyrri hluti Grein Róberts Björnssonar „Smáríkið sem „skipti um þjóð““ um Luxemburg hér á Vísi, hefur verið dreift á facebook af vinstrimönnum eins og um nýtt guðspjall sé að ræða og Luxemburg fyrirmyndaríkið. Það er ótrúlega grunnhyggið þegar haft er í huga á hverju þetta litla, moldríka fyrirmyndarsamfélag þeirra sem kenna sig við jafnaðarmennsku þrífst. 11. mars 2024 08:30
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar