„Kvótasetning grásleppu snýst um að tryggja arðsemi“? Örn Pálsson skrifar 18. mars 2024 08:31 Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun