Fádæma óheppni Kolbeins: „Hallaði mér alveg utan í vælubílinn“ Aron Guðmundsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur Vísir/Rúnar Kolbeinn Kristinsson, eini atvinnumaður okkar Íslendinga í hnefaleikum hefur verið einstaklega óheppinn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir skakkaföll eru draumar hans í hnefaleikum enn til staðar. Kolbeinn ætlar sér að verða heimsmeistari. „Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“ Box Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Sjá meira
„Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“
Box Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti