Innlent

Byrjað að flæða úr tjörninni

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr vefmyndavél Vísis af Húsafelli. Þarna má sjá hvernig hraunið hefur flætt í átt að Suðurstrandavegi.
Skjáskot úr vefmyndavél Vísis af Húsafelli. Þarna má sjá hvernig hraunið hefur flætt í átt að Suðurstrandavegi.

Enn flæðir hraun úr sprungunni á Reykjanesi, þó dregið hafi úr virkni þar og hraunflæði. Hraunið flæðir í tvær áttir, til vesturs í átt að Grindavíkurvegi, þar sem hraunið hefur farið yfir veginn og nálgast Njarðvíkuræð, og til suðurs í átt að Suðurstrandavegi.

Hraun er enn að safnast í hrauntjörn sem myndast hefur við varnargarð við Grindavík. Óttast er að þegar flæða fer úr henni muni hraun flæða hratt í átt að Suðurstrandaveg.

Fari hraunið yfir veginn og út í sjó er von á gufusprengingum og gasmengun.

Þetta er meðal þess sem Pálmi Erlendsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í tíu fréttunum á Bylgjunni í dag.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá Almannavörnum sagði svo í kjölfarið að hraun væri byrjað að flæða úr tjörninni en flæðið virtist ekki hratt til, enn sem komið er.

Hrauntungan sem runnið hefur til vesturs frá gosstöðvum er ekki enn farin yfir Njarðvíkurlögn, svo vitað sé.

Sjá má hraunið við Suðurstrandaveg í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×