Innlent

Viðvörunarlúðrar hljóma í Grinda­vík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán S. Jónsson er með öryggismyndavél í húsi sínu í Grindavík þaðan sem sést vel bjarminn af eldgosinu.
Stefán S. Jónsson er með öryggismyndavél í húsi sínu í Grindavík þaðan sem sést vel bjarminn af eldgosinu. Stefán S. Jónsson.

Síðustu nætur hefur verið gist í fimm til tíu húsum í Grindavík og sáust bílar aka Grindavíkurvegi út úr bænum eftir að eldgosið hófst á níunda tímanum í kvöld.

Viðvörunarlúðrar hljóma í Grindavík eins og heyra má á þessu myndbandi sem Stefán S. Jónsson birti á Facebook í kvöld.

Eldgos hófst klukkan 20:23 á milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Upptökin eru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar. Aðdragandi gossins var stuttur.


Tengdar fréttir

Virðist vera endurtekið efni

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að hann telji að eldgosið muni byggja sig upp í afli og hugsanlega toppa eftir einn til tvo klukkutíma.Síðan muni líklega draga úr gosinu og því ljúka eftir nokkra daga.

Búið að rýma í Bláa lóninu

Bláa lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Myndband sýnir upphaf eldgossins

Eldgos hófst með miklum krafti yfir kvikuganginum í Sundhnúksgígum klukkan 20:23 í kvöld. Sjónarvottar lýsa töluverðu gjóskufalli yfir Grindavíkurvegi undan gosmekkinum.

Eldgos er hafið

Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×