Aron Jó hafði áhrif á valið um að skipta yfir til Bandaríkjanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 11:45 William Cole Campbell ætlar að feta í fótspor Arons Jóhannssonar og leika fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska. Vísir/Getty Svo virðist sem Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, hafi haft mikil áhrif á það að William Cole Campbell, leikmaður unglingaliðs Borussia Dortmund, hafi valið að spila frekar fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Greint var frá ákvörðun Williams Cole Campbell fyrir rúmri viku síðan, en hann er í dag leikmaður nítján ára liðs Borussia Dortmund í Þýskalandi. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United í Bandaríkjunum en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu aðeins fimmtán ára gamall, en lék þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn með Breiðabliki. Þá á Cole að baki sjö leiki fyrir sautján ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann hefur hins vegar valið að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska og virðist sem Aron Jóhannsson, sem tók samskonar ákvörðun á sínum tíma hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hins unga Cole. Tom Bogert, sem fjallar um bandarísku MLS-deildina og bandaríska karlalandsliðið hjá The Athletic, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að Cole hafi fengið ráðleggingar frá Aroni er þeir léku gegn hvorum öðrum. „Ég spilaði á móti Aroni Jóhannssyni. Hann dró mig afsíðis og sagði að ég yrði að íhuga að spila fyrir Bandaríkin. Hann sagði að það hafi verið ákvörðun sem hann myndi taka aftur,“ segir í færslu Bogert. Borussia Dortmund rising talent Cole Campbell (18) on switching to represent the United States from Iceland:“I played against Aron Johansson. He pulled me aside & said that I MUST consider playing for the USA. He said it was a decision he would do all over again.” pic.twitter.com/8ObjTBtS9Z— Tom Bogert (@tombogert) March 15, 2024 Landslið karla í fótbolta Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Greint var frá ákvörðun Williams Cole Campbell fyrir rúmri viku síðan, en hann er í dag leikmaður nítján ára liðs Borussia Dortmund í Þýskalandi. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United í Bandaríkjunum en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu aðeins fimmtán ára gamall, en lék þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn með Breiðabliki. Þá á Cole að baki sjö leiki fyrir sautján ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann hefur hins vegar valið að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska og virðist sem Aron Jóhannsson, sem tók samskonar ákvörðun á sínum tíma hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hins unga Cole. Tom Bogert, sem fjallar um bandarísku MLS-deildina og bandaríska karlalandsliðið hjá The Athletic, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að Cole hafi fengið ráðleggingar frá Aroni er þeir léku gegn hvorum öðrum. „Ég spilaði á móti Aroni Jóhannssyni. Hann dró mig afsíðis og sagði að ég yrði að íhuga að spila fyrir Bandaríkin. Hann sagði að það hafi verið ákvörðun sem hann myndi taka aftur,“ segir í færslu Bogert. Borussia Dortmund rising talent Cole Campbell (18) on switching to represent the United States from Iceland:“I played against Aron Johansson. He pulled me aside & said that I MUST consider playing for the USA. He said it was a decision he would do all over again.” pic.twitter.com/8ObjTBtS9Z— Tom Bogert (@tombogert) March 15, 2024
Landslið karla í fótbolta Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira