Refsing fótboltamannsins staðfest Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 15:59 Landsréttur staðfesti dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Þriggja ára fangelsisrefsing Demetrius Allen, bandarísks karlmanns sem leikið hefur amerískan fótbolta hér á landi, fyrir nauðgun hefur verið staðfest. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira